Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 125
B U F R Æ ÐIN.GURINN
121
meira en um 40 kr. og má sannarlega kalla það ódýra ferð.
Alls mun hafa verið ekið um 1200 km eða til jafnaðar um
200 km á dag.
Hér er því miður ekki tími til að rekja allan þann fróð-
leik, er við kynntumst í þessari fcrð, ekki heldur til að
lýsa allri þeirra náttúrufegurð, sem við sáum eða þeirri
gestrisni, er við urðum aðnjótandi og við flytjum öllum
lilutaðeigendum þakkir fyrir. Allt þetta stendur okkur
ógleymanlega fyrir hugskotssjónum. Og enginn mun sjá
eflir þeim tíma og peningum, er þetta ferðalag kostaði.
Ég mun aðeins mjög stutllega drepa á lielztu viðkomu-
staði í ferðinni:
Lögðum af stað kl. 7 að morgni. Stönsuðum fyrsta dag-
inn á Reykjaslcóla í Hrútafirði og Hvammstanga. Þáðum
góðgerðir að Stóra-Ósi, Lækjamóti, Ilaukagili og Saurhæ
í Yatnsdal og Sveinsstöðum og gistum að Blönduósi og
Torfalæk. Á Lækjamóti sáum við hinar merkilegu tilraun-
ir Jakohs Líndals, en á Haukagili birkisáðreit frá 1927. Eru
hæstu birkiplönturnar um 2 m á hæð, en margar um 1 m.
Næsta dag þáðum við góðgerðir að Víðimýri, skoðuð-
um garðrækt Vigfúsar Ilelgasonar kennara í Varmahlíð,
mjólkurbú Skagfirðinga á Sauðárlcróki og ókum til Hóla
um kvöldið og gistum þar.
Hinn þriðja dag ókum við lil Akureyrar, en skoðuðum
á leiðinni blómagarð og hirlcisáðreit á Víðivöllum og þáð-
um þar góðgerðir. Á Akureyri tók á móti okkur Stefán
Jónsson klæðslceri með dæmafárri rausn. Voru þeir, sem
vildu, hoðnir til lians í mat og kaffi á meðan við dvöld-
um þar. Notuðu sér það margir, sem engan þeklctu á Ak-
ureyri og spöruðu sér við það mikið skotsilfur.
Hinn l'jórða dag skoðuðum við okkur um á Akurevri
og í Eyjafirði. Á Akureyri sáum við mjólkurbúið, smjör-
líkisgerðina, sápugerðina, Gefjun, sútunarverksmiðjuna,
menntaskólann, lystigarðinn og síðast en ekki sízl gróðr-
arstöðina. Ilana skoðuðum við allvandlega uudir hand-
leiðslu Ólafs Jónssonar framkvæmdárstjóra. Útskýrði
liann fyrir okkur tilraunir sínar og sýndi okkur gripahús