Búfræðingurinn - 01.01.1938, Síða 126
122
BÚFRÆÐINGURINN
og trjáræktarstöðina gömlu, þar sem krónur trjánna lykj-
ast yfir höfði manns. Þar þótti okkur fagurt um að litast
og óskuðum af heikim hug, að svona trjálundur væri kom-
inn að Hvanneyri og lielzt sem víðast á okkur fagra landi.
Þá var ekið nokkuð fram i Eyjafjörð, þegnar góðgerðir á
Ytri-Tjörnum og skoðaður liinn myndarlegi kvennaskóli á
Laugalandi. Á Ytri-Tjörnum býr Kristján Benjamínsson.
Hann útskrifaðist frá Ilvanneyri 1892 í tölu fvrstu búfræð-
inga frá þeim skóla. Síðan var ekið til Vaglaskógar og
ti 1 Lauga um kvöldið.
Fimmta daginn fórum við til Mývatns, i Slútnes og
Dimmuborgir og þáðum góðgerðir að Grænavatni. Ekið
til Akureyrar um kvöldið og gist þar.
Sjötta dag var ekið heim alla leið frá Akureyri, komið
að Hvanneyri kl. 8 að kvöldi. Veður var liið bezta alla
dagana og engin óliöpp komu fyrir.
Nemendur.
I haust sem leið komu i skólann alls 52 nemendur, þar
af 2(5 nýsveinar, 2 í eldri-deild og 24 í yngri-deild, þannig
að eldri-deildina skipa alls 28 nemendur, en 24 þá yngri.
Sennilegt er, að 27 nemendur ljúki burtfarar])rófi í vor.
Nemendurnir eru úr öllum sýslum landsins, nema Rang-
árvallasýslu og Vestmannaeyjum, en flestir úr Gullbringu-
og Kjósarsýslu (6).
Félagsskapur.
í málfundafélaginu „Frnm" liafa verið lialdnir 17 fundir,
þegar þctta er ritað (18. marz) og rædd þar jafnmörg mál.
Liklegt er, að enn verði haldnir 2 fundir. Á fundum þess-
um hal'a tekið til máls alls 35 nemendur, þar af 20 úr eldri-
deild og 15 úr vngri-deild. Auk þess tóku kennarar skólans
])átt i fundunum meira og minna. Af þessum 35 nemend-
um töluðu 13 á 5 fundum eða fleirum, þar af 10 úr cldri-
deild og 3 úr yngri-deild. Kvásir hefir komið út á hverj-
uni fundi og flutt alls 45 greinar cftir 29 höfunda, þar af
eru 4 greinar eftir 3 kennara og 1 heimamann. Þeir, sem