Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 130
1
126 BÚFRÆÐINGURINN
um, hversu mikill verði fæðiskostnaðurinn í vetur, en vafa-
laust verður liann nokkru hærri.
Heilsufar.
Það hefir verið mjög gott i skólanum í vetur. Einn pilt-
ur fór úr liði i glimu, annar beit næstum sundur á sér
tunguna í stökki i leikfimi, og er slíkt mjög sjaldgæft og
þriðji laskaðist á handlegg i leikfimi. Einn nemandi hefir
auk ])essa, vegna veikinda, tafist verulega frá námi.
Góðir gestir.
Undir þessu nafni liefi ég undanfarin ár í fréttapistlum
frá Hvanneyri talið ýmsa ferðalanga, er hafa heimsótt
skólann og miðlað honum af þekkingu sinni og reynslu
með fyrirlestrum eða öðru. Hefir oft verið að þvi bæði
gagn og gaman. Það hefir veitt tilbreytingu inn í hið þurra
búfræðinám, leitt nemendur upp á nýja sjónarhóla og veitt
þeim útsýn yfir lítt þekkt verkefni og stærri sjónarsvið.
Að þessu sinni hafa hinir „góðu gestir“ verið með færra
móti, því miður. Þessir skulu taldir:
Sr. Þorsteinn L. Jónsson prestur að Söðulsholti á Snæ-
fellsnesi flutti lijá okkur 2 fyrirlestra dagana 4. og 5. apríl
1937. Fyrirlestraefni voru: Hvernig breytum vér? og Ilvað
er kristindómur? Auk þess messaði hann sunnudaginn
4. apríl.
Sambnnd bindindisfélaga í skólum sendi hingað að
vanda tvo fyrirlesara (14. nóv. 1937), þá Pál Pálsson kenn-
ara og Ólaf Einarsson stud. theolog. Fluttu þeir erindi
um bindindismál.
Péiur Sigurðsson regluboði flutti hér tvö erindi 1. og 2.
des. 1937. Skólapiltar og kennarar eru þessum mönnum
þakklátir fyrir komuna.
50 ára aí'inæli skólans.
Vorið 1939 eru liðin 50 ár síðan fyrsti nemandinn kom
í Hvanneyrarskólann. 1 ráði er, að þess verði minnst með
hátiðahaldi á Hvanneyri, sennilega i júnímánuði og með