Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 159
Kveðja.
BúfræÖingurinn flytur þcr, lesandi góður, i þetta sinn
allmikið meira lesmál en fyrri árgangar lians liafa gerl.
Sumt af því hefir að vísu takmarkað gildi fjrrir aðra en
Hvanneyringa, t. d. skólaskýrslan og fréttir frá Hvanneyri.
1 þetla sinn er skólaskýrslan óvenju löng, þar sem hún
nær yfir 3 ár, en eftirleiðis verður hún að likindum hirt
árlega eða annaðhvort ár. En jafnvel þótl skólaskýrslan
og Iivanneyrarfréttirnar sé aðallega ætlað Ilvanneyring-
uin, ])ó má þó gera ráð fyrir að ýmsir aðrir liafi líka áhuga
fyrir að fylgjast með því, sem þar gerist. Og jafnframt
vil ég lála þess getið, að skólinn leggur fram nokkurt fé
til skólaskýrslunnar, þannig að hún gerir ritið alls elcki
dýrara. Við hefðum þurft að selja það sama verði, þótt
skólaskýrslan hefði ekki fylgt, því að þá liefði styrkurinn
iil hennar auðvitað fallið í hurtu.
Upplag Búfræðingsins er nú aukið allmikið frá þvi sem
áður liefir verið, eða úr 1000 upp í 1650. Er það gert í þeirri
von, að kaupendum fjölgi. Væntum við þess, að kaupend-
ur ritsins vinni að útbreiðslu þess. Það er þeim sjálfum i
Iiag, því að eftir því sem kaupendur fjölga, eflir því getum
við gert ritið hetur úr garði, l. d. með því að prýða það
myndum. Einkum beinum við þessu til Hvanneyringa og
búfræðinga yfirleitt. Takið vel á móti honum nafna ykkar,
sýnið hann öðrum og útvegið okkur kaupendur. Það þurfa
ekki að vera stórvægilegar leiðbeiningar, er hann gefur
lesendum sínum, til þess að þeir fái horgaðar þær 3—4 kr.,
sem ritið kostar.
Hér cflir munum við senda ritið í póstkröfu. Það er þægi-
legast fyrir báða aðilja. Verðið er kr. 3.00 fyrir meðlimi
Hvanneyrings, en kr. 3.50 fyrir aðra, -f- 35 aura póstkröfu-
gjald.