Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 5
Stjettyísi.
Mörg eru þau hrakyrði í dagblöðunum, sem þeim
möimum eru valin, er standa fyrir utan stéttafélög-
in, eða af einhverjum ástæðum segja skilið við þau.
Oft eru ummæli blaðanna um þessa menn að líkind-
um óverðskulduð, því ýmsar ástæðui' geta legið til
þess, að menn verði utanveltu eða eigi ekki í bili sam-
leið um málefni með þeim mönnum, sem þó eru
starfsbræður þeirra, og þeim stæði næst að fylgja að
málum. Skal ekki farið frekar út í það hjer.
Ilins vegar er stéttafélögunum vorkunn, þó þau
taki hart á þessu. Það er engum efa bundið, að
stéttafélögin eru fram komin af brýnni þörf, sum-
part af vaxandi hvöt almennings til þess að taka
þátt i löggjöf þjóðarinnar, sumpart til varnar ein-
staklingunum í hinni síharðnandi baráttu um daglegt
brauð.
Vjeliðjan hefir, eins og kunnugt er, valdið algerð-
um straumhvörfum í atvinnulífinu. Þó framleiðslu-
möguleikamir hafi margfaldast, þá hafa atvinnu-
hættirnir verið á þá leið, að fjöldanum hefir ekki
verið tryggður aðgangur að framleiðslunni eða
eignarráð yfir tilsvarandi hluta af henni.
Með vaxandi mentun og fjelagsþrcska almennings
1*