Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 23
21
hægt að meta til fjár, og ávinningurinn aðeins
óbeinn. Er því alveg undir vali mannsins komið,
hvort málefnum fjelagsins verður styrkur að hon-
um eða ekki.
Það hefir oft verið til umræðu í
Hlutavelta. fj elagsstj órninni, á hvern hátt mætti
afla styrktarsjóði fjelagsins dá-
lítilla aukatekna. Var um skeið álitið tiltækilegast og
líklegt til nokkurs hagnaðar, að gefa út minningar-
spjöld, eins og ýmsir aðrir sjóðir gera. En til þess
að gera það, þurfti ieyfi dómsmálaráðuneytisins. í
samráði við kvenf j elagið, sem einnig hafði haft mál-
ið með liöndum, var sótt um áminst leyfi. Eftir langa
bið kom svar, og var það synjun beiðni okkar, og
var málið þar með úr sögunni. Annara bragða varð
nú að leita, og vai- þá hlutavelta hendi næst. Af mála-
leitun, sem stjóminni hefir borist frá kvenfjelaginu,
sjest, að við eigum vísa aðstoð þess í þessu máli. Á
stjórnarfundi þ. 29. nóv. 1930 var samþ. að efna til
hlutaveltu á komandi hausti. í forstöðu- og undir-
búningsnefnd voru kosnir: G. J. Fossberg, form., Ág.
Guðmundsson, Skúli Sívertsen, Þorsteinn Árnason og
Ág. Jósefsson. Nefndin mun snúa sjer til fjelags-
manna og leita aðstoðar þeirra. Gefst þeim hjer gott
tækifæri til þess að sýna hug sinn til styrktarsjóðs-
ins.
Að gefnu tilefni hefir fjelagsstjórn-
Um upptökur. in orðið ásátt um það, að samþykkja
ekki innsækjendur í fjelagið, nema
inntökubeiðni fylgi, auk inntökugjalds, iðgjald
fyrir yfirstandandi ár. Undantekningu mætti þó