Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 26
24
áframhald geti orðið á þessu, nema fjelagsmenn
nokkuð alment leggi því liðsinni sitt.
Á síðastliðnum vetri barst fjelags-
Kaupkröfur stjórninni brjef frá vjelstjórum
varðskipavjel- varðskipanna, þar sem þeir mælt-
stjóranna. ust til þess, að fjelagið gerði tilraun
til þess að fá laun þeirra hækkuð í
samræmi við það, sem greitt væri á öðrum skipum
ríkisútgerðarinnar.
Eins og kunnugt er, voru lög sett um varðskipin
og skipverja á þeim árið 1928, og launin þar ákveð-
in. Til þess að fá launin hækkuð, verður því að
breyta þeim lögum. Fjelagsstjórnin kynti sjer þetta
mál all rækilega og átti meðal annars tal við þing-
menn um það. Að vel athuguðu máli s-á hún sjer ekki
fært að hreyfa því, eins og þá stóð á. Það er kunn-
ugt, að verðlag fer heldur lækkandi, einkum á
neytsluvörum. Fjárkreppa er yfirstandandi og at-
vinnuskortur; er því erfitt að færa rök að nauðsyn
kauphækkunar. Hefir stjórnin síðan átt tal við varð-
skipavjelstjórana og skýrt fyrir þeim allar aðstæður.
Hafa þeir fallist á, að láta málið bíða fyrst um sinn.
I lögum frá 1926 um breyting á lög-
Undanþágur. um um vjelgæslu á gufuskipum frá
1915 er, meðal annars, heimild fyrir
ráðuneytið til þess að veita efnilegum kyndurum
undirvjelstjóraskírteini á fiskigufuskipum með
minna en 900 hestafla vjel, þó aðeins til eins árs í
senn. Heimild þessari hefir verið óspart beitt undan-
farið, með því að naumast hefir orðið hjá því kom-
ist. Nokkrum sinnum hefir svo þessum kyndara-