Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 30
28
leyfa oss að leggja það til, að frekari undanþáguheimildir
við vjelgæslulögin verði ekki lögfestar að svo stöddu, með
því að þörf fyrir þær er áreiðanlega minkandi.
Til vara viljum vjer leyfa oss að leggja til, að áminst
heimild, ef lögfest verður, verði aðeins látin gildu um
næstu tvö ár, og í hæsta iagi á skipum með vjelar upp að
300 I. H. K.
Virðingarfylst.
F. h. Vjelstjórafjelags íslands
Hallgr. Jónsson.
Til sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis“.
Þá voru ennfremui' atvinnumálaráðuneytinu send
eftirfarandi mótmæli og beiðni:
Útdráttur úr íundargjörðabók V. S. F. í.
Á fjölmennum fundi í Vjelstjórafjelagi íslands, sem hald-
inn var 14. þ. m., var samþykt eftirfarandi tillaga:
„Fundur Vjelstjórafjelags Islands mótmælir eindregið,
að undanþágur sjeu veittar til yfirvjelstjórnar við stærri
vjelar en 300 hestöfl. Ennfremur er þess vænst, að hið háa
stjómarráð sýni fjelagi voru það traust, að undanþágur
verði því að eins veittar, að umsagnar fjelagsins verði leit-
að eins og að undanförnu".
Reykjavík, 24. mars 1931.
Júlíus Olafsson, þorsteinn Árnason,
varafm. vararit.
Til atvinnumálaráðuneytisins".
Við komust fljótlega að því, að brjefið til sjávar-
útvegsnefndar hafði ekki tilætluð áhrif. Var þá efnt
til nýs brjefs, all miklu veigameira. Brjefið var síð-