Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 37
35
Reykjavík, 14. apríl 1931.
Herra umsjónarmaður Gísli Jónsson,
Bárugötu 2, Reykjavík.
Meðtekið heiðrað brjef yðar, d. 10. þ. m., sem er svar við
brjefi voru sama dag.
Vegna starfsbræðra vorra, sem vjer nefndum í áminstu
brjefi voru, þykir oss leitt að sjá staðhæfingu yðar um
það, að enginn af þeim hafi viljað taka yfirvjelstjóra-
stöðu á áminstu skipi, með því að vjer verðum að á-
lykta, að hún liafi ekki við rök að styójast. Til stuðnings
þeirri ályktun vorri leyfum vjer oss að taka fram eftir-
farandi: Fyrir skemstu lá mestallur fiskifloti báéjarins
hjer á höfninni, svo vikum skifti, og hjó sig undir ver-
tíðina. Mætti því vænta, að þess liefði verið meðal annars
gætt, að yfirvjelstjórar með rjettindum vaeru á hverju
skipi um vertíðina. þegar þess ennfremur cr gætt, að
vjelaumsjón flotans er að mestu í höndum eins manns,
þá ieljum vjcr næsta ólíklegt, enda ósánnað, að eigi
hefði verið Iiægt. að hagra;ða svo mönnum ó flotanum, að
umrætt skip hefði getað t'engið yfirvjelstjóra með rjett-
indum, þar sem „rjettindamenn" voru fyrir hendi, sem
auðvelt var að ná til.
En hvað skeður svo hjer? Nokkrum dögum eftir að
fiskiflotinn er látinn úr höfn, uppgötvast það, að eitt
veiðiskipið vantar yfirvjelstjóra, sem rjett hafi til þess að
stjórna vjel þess samkvæmt landslögum, ekki vegna þess,
að um veikindi eða dauðsfall væri að ræða, heldur ein-
ungis vegna ])ess, að vanrækt var að sjá skipinu fyrir
„rjettindamanni" í tæka tíð.
Vjer höfum jafnan, á undanförnum árum, verið því
samþykkir, að liið háa atvinnumálaróðuneyti veitti und-
anþágu til vjelstjórnar, þegar ómögulegt hefir verið hjá
því að komast vegna manneklu, og er skoðun vor í því
efni óbreytt enn. En þegar svo stendur á, scm hjer er á
minst, og að málefni þetta er af þeim, sem mest eiga í
húfi um góða lausn þess, að þvi er virðist, alveg látið
3*