Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 38
36
rcka á reiðanum, þá getum vjer ekki lengur mœlt með
að hið háa ráðuneyti veiti orðalaust nýjar og nýjar und-
anþágur, sem vitanlega hljóta að vcrka deyfandi á um-
bótahug þeirra, sem að voru áliti ætti að vora það mesta
kappsmál, að undanþágur hyrfu sem fyrst úr sögunni.
Vjer verðum að álíta, að viðkomandi útgerðarfjelagi
sje sjálfu um að kenna, ef umrætt skip þarf að tefjast nú
um veiðitímann af þeim ástæðum, sem hjer hefir verið
rætt um.
Hin önnur atriði heiði-aðs brjefs yðar, svo sem skyldu
vora til að hafa hjer menn jafnan til taks, þó að vjer
sem stjettarfjelag viljum ciga um þetta mál tillögurjett,
svo og úrlaúsn þess framvegis, sjáum vjer ekki ástæðu
til að ræða í sambandi við þetta einstaka tilfelli sjerstak-
lega, en geymum oss rjett til þess að ræða það siðar við
yður eða aðra fulltrúa útgerðarmanna, eftir því sem at-
vik liggja til, enda teljum vjer framtíðarúrlausn þessa
máls veigameiri en svo, að því verði samstundis ráðið til
lykta með brjefaskriftum.
Virðingarfylst.
F. h. Vjelstjórafjolags Islands.
þorsteinn Árnason,
vararitari."
Máli þessu lauk svo, að fjelagsstjórnin fjeist á, að
veitt yrði undanþága fyrir áminst skip aðeins eina
ferð, með því að málið var komið í eindaga. En á
meðan var tekinn rjettindamaður af öðru skipi og
hafður til taks, og skráður á skipið við næstu heim-
komu þess.
Næstum tveir tugir ungra manna útskrifuðust af
vjelstjóraskólanum í vor. Bíða sumir þess enn, að
fá vinnu við vjelgæslustörf. Leyfir fjelagsstjórnin
sjer að skora á þá fjelaga, sem til þess hafa aðstöðu,