Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 57
55
að enginn geti með rjettu okkur sakfelt, og heldur
skulum við þola órjett en fremja. Nafn vjelstjóra-
fjelagsins er skráð gullnu letri á hinn hvíta feld, og
við munum kappkosta eftir mætti, og eigum að
kappkosta að vanda svo starf okkar og framkomu
alla, bæði sem fjelag og einstaklingar, að nafn vjel-
stjórastjettarinnar verði jafnan skráð gullnu letri í
framtíðarsögu hinnar íslensku þjóðar“. Bað því næst
form. fundaimenn að hrópa ferfalt húrra fyrir
vjelstjórafjelaginu; tóku fundarmenn hraustlega
undir það.
I. Var síðan tekið fyrir fyrsta mál á dagskrá, sem
var upplestur síðustu fundargerðar. Engar athuga-
semdir voru gerðar við fundargerðina, og var hún
því samþykt.
II. Inntökubeiðnir. Tvær inntökubeiðnir
höfðu borist fjelaginu, frá Eyjólfi Júlíusi Einars-
syni og Guðmundi Einarssyni. í þessu sambandi gat
fonn. þess, að samþykt hefði verið á stjómarfundi,
að inntökubeiðni ætti að fylgja — auk inntökugjalds
— fult ársgjald; síðan hefði samþykt þessari verið
breytt þannig, að meðmælendur ábyrgðust fyrsta
ársgjald. Magnús Guðbjartsson áleit, að umræður
um samþykt þessa væri ótímabærar, þar eð hún
væn utan dagskrár. Sigurjón Kristjánsson var hins-
vegar þeirrar skoðunar, að aðeins aðalfundur gæti
gert slíkar samþyktir, er fælu í sjer breytingar á
fjelagslögunum. Nokkrir fleiri tóku til máls. Var
síðan samþykt stjórnarinnar borin undir atkvæði og
feld. Að þessu loknu voru inntökubeiðnirnar bornar
undir atkvæði og samþyktar með samhljóða atkv.
L