Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 58
56
III. S kýrs 1 a stórnarinnar. Næst las form.
upp skýrslu um helstu atburði og ákvarðanir, sem
gerðar höfðu verið á árinu; ennfremur nokkur brjef,
sem borist höfðu fjelaginu, og svörin við þeim. Mint-
ist hann sjerstaklega undanþágufrumvarps, sem
kom fram á þinginu síðastliðinn vetur, en virtist
hafa mist fylgi sjávarútvegsnefndar n. d. Alþingis,
sem hafði málið til meðferðar, eftir að Vjelstjóra-
fjelagið hafði látið uppi álit sitt um það. Þá las fje-
hirðir upp ársreikninga fjelagsins og gaf nokkrar
skýringar þeim viðvíkjandi. Að endingu las ritari
upp skýrslu um meðlimafjölda við síðustu áramót.
Þá voru og lesnar upp athugasemdir endurskoð-
enda við reikninga fjelagsins. Nokkrar umræður
spunnust út af ársreikningunum, og tók fyrstur til
máls Þorsteinn Loftsson. Þótti honum fyrirkomulag
reikninganna óheppilegt og vildi, að reksturs- og
efnahagsreikningar húissins kæmu ekki inn á reikn-
ing Styrktarsjóðsins. Ennfremur taldi hann rangt,
að eftirgjöf á húsaleigu, sem í raun og veru væri
styrkveiting, væri sett í gjaldalið hússins. Sigurjón
Kristjánsson gerði nokkra grein fyrir því, í rekst-
ursreikningi hússins, sem endurskoðendur höfðu
gert athugasemdir við.
Deildi hann síðan á Þorstein Loftsson fyrir að-
finslur hans, sem honum fundust smávægilegar.
Svaraði Þorsteinn Loftsson ádeilu Sigurjóns og
gerði jafnframt fyrirspurn um rafljósakostnað
hússins, sem hann taldi óþektan gjaldalið á hús-
reikningnum. Nokkuð var meira deilt um reikning-
ana, en þeir síðan bornir undir atkvæði og sam-