Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 67
Yjer höfum tímann með oss.
Fyi'ir öllum þeim fjölda af fólki, er heimsækir
vjelskip vor sem stundargestir eða farþegar miili
fjarða eða landa, eru vjelstjórarnir og þeirra starf
að þvíf er virðist einskonar ráðgáta. Gestirnir snúa
sjer, eins og líka vera ber, með óskir sínar til skip-
stjóra, stýrimanna eða bryta, og láta sjer að öðru
leyti aðstæðurnar í ljettu rúrni liggja. Ljós, upphit-
un, maður og svefn, verða í vitund manna jafn
sjálfsagðir hlutir eins og á hverju gistihúsi á
landi. Menn reyna að vonum að njóta eftir föngum
þægindanna, sem fyrir hendi eru, meðan skipið
skríður fullum hraða til næstu hafnar. Stöku sínn-
um kemur það fyrir, að stjórnendur á þilfari (skip-
stjóri og stýrimenn) fá hrós og viðurkenningu fyr-
ir það, að skip kemur stundvíslega, þrátt fyrir
myrkur, slyddu eða slæman sjó. Er það og með lík-
mdum, því það eru afrek, sem almenningur sjer og
skilur. Fyrir hlutdeild vjelstjóranna í þeim gera
menn sjer ekki grein. Orkan, sem knýr skipið eftir
hafinu, veitir ljós og yl og önnur þægindi og er í
einu og öllu einhver lang merkilegasti þátturinn í
rekstri þess, hún nær ekki hugsun fjöldans, og þá
miklu síður þeir, sem mætti þessum stjórna — nema
eitthvað bili. En, sem betur fer, kemur það sjaldan
5