Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 80
78
um styrk úr honum, skulu allar árstekjur leggjast
við eignimar.
6. gr.
Aðnjótandi styrks úr sjóðnum geta þeir orðið,
sem hafa verið meðlimir Vjelstjórafjelags íslands
minst eitt ár, ef þeir eru hjálparþurfa sökum veik-
inda eða elhlasleika, og einnig ekkjur og börn dáinna
vjelstjóra, er styrktarrj ett áttu, ef þau þurfa hjálp-
ar sjer til framfæris.
7. gr.
Styrk úr sjóðnum veitir stjórn Vjelstjórafjelags
fslands eftir tillögum 5 manna nefndar, sem kosin
er á aðalfundi; ganga 2 úr henni ár hvert (í fyrsta
sinn eftir hlutkesti), en sá 5., formaður hennar, er
kosinn á aðalfundi þriðja hvert ár. Endurkosning
getur átt sér stað; þó má enginn sitja lengur en 2
kjörtímabil í senn. Nefnd þessi starfar með fullri
ábyrgð að öllu, er viðkemur styrkveitingum og ann-
ari aðstoð, er hún veitir styrkþegum. Allar umsókn-
ir um styrk skulu sendar nefndinni, sem tekur þær
tafarlaust til athugunar og gefur álit sitt til stjórn-
arinnar eins fljótt og auðið er.
8. gr.
Styrkur úr sjóðnum veitist samkv. 6. gr. eftir
þeim reglum, er hjer segir:
a. Börn fá framfærslu til 14 ára aldurs, þó ekki
hærri upphæð en framfærslukostnaður barns