Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 81
79
er á þeim aldri í því hjeraði, þar sem barnið er
á framfæri.
b. I-Ijálparþurfa vjelstjórar og ekkjur þeirra sjeu
styrkt eftir því, sem efni leyfa og þörf er íyrir
í það og það skiftið, þegar um ellilasleika eða
veikindi er að ræða.
c. Heimilt er að styrkja efnileg börn látinna vjel-
stjóra til náms eftir 14 ára aldur, ef þörf kref-
ur, með alt að kr. 300.00 á ári, þó ekki lengur
en í 6 ár. Einnig má veita þeim lán til náms,
þó með því skilyrði, að trygging sje sett fyrir
láninu (t. d. með lífsábyrgð).
9. gr.
Skilyrði fyrir því, að börn geti fengið framfæri
eða annan styrk, er það, að dánarbúið sje gert upp
á löglegan hátt við lát föðursins, og barninu trygð-
ur arfur, ef nokkur er, samkvæmt lögum.
10. gr.
Enginn má vera eða getur orðið meðlimur sjóðs-
ins, nema hann sje jafnframt löglegur meðlimur
Vjelstjórafjelags ísiands í Reykjavík, og gildir
þetta ákvæði svo lengi, sem nefnt fjelag er til og
fylgir fram lögum sínurn í öllum aðalatriðum. Nú
missir félagsmaður réttindi í Vjelstjórafjelagi ís-
lands, og er hann þá jafnframt útilokaður frá styrkt-
arsjóðnum, nerna því aðeins, að hann hafi verið með-
limur Vjelstjórafjelags íslands minst í 25 ár, eftir
að sjóðurinn var stofnaður, og sé að dórni fjelags-
stjórnarinnar verður og þurfandi þess, að njóta