Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 97
95
ásamt snúningsátt sveifarinnar skal sýnt á hinum
með deplum sýndu hringum.
2. Sýnið mynd af sambandsstöng með flötum legum.
3. I þríþensluvjel nokkurri er þvermál H. Þ. strokks
430 mm og L. Þ. strokks 1160 mm. Fyllingin á
H. Þ. strokk er 0,66. Hve mikið er hið sameinaða
útþensluhlutfall? Þegar ketilþrýstingurinn er 13 kg.
cm2, hve mikil á þá fyllingin í Ií.Þ. strokk að vera,
til þess að vjelin vinni með hinu hagkvæmasta út-
þensluhlutfalli?
4. Eimeyðsla eimvjelar nokkurrar er 5,96 kg. á
I. H. K. T., en olíu-eldsneytiseyðslan er 0,525 kg. á
I. H. K. T. Hitagildi olíunnar er 10000 h. e., ketil-
þrýstingurinn er 13 kg. cm2, hitastig veitivatnsins
er 42°, og eimurinn er yfirhitaður upp í 292°. Hve
stórt er starfstig ketilsins, þegar eðlishiti eimsins er 0,6.
Nota skal Regnaults formúlu.
Vjelfræði III.
Urlausnartími 3'/2 klst.
1. Sýnið í fáum dráttum fjórgengismótor, þegar
hann er að byrja sogslagið.
2. Teiknið tvívirka svalavatnsdælu með gúmmí-lok-
um (Klapper).
3. Finnið I. H. K. í einvirkum fjórgengis-Diesel-
mótor, sem hefir 6 strokka, eftir meðfylgjandi afl-
mælislínum og öðrum upplýsingum. Þvermál strokk-
anna er 630 mm. Slaglengdin er 960 mm og snún-
ingshraðinn er 132,7.
4. Eimskip nokkurt eyðir 30 tonnum af kolum á
sólarhring, með 12 mílna hraða. Þegar það á eftir