Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 100
Lentz-vjelin,
Eins og kunnugt er, hefir Diesel-hreyfiliinn, svo
og aðrar tegundir hreyfla, farið sigurför um heiminn
síðustu tvo áratugina. Hefir að vonum verið kepni
mikil milli vjelsmiðja þeirra, sem smíða eimvjelar,
og hinna, er að hreyfilsmíðinni vinna. Með sífeldum
endurbótum og auknu öryggi hreyflanna hefir kepni
þessi harðnað ár frá ári. Stórar eimtúrbínur í sam-
bandi við háþrýstikatlana, sem nú er farið að smíða,
hafa þó að sögn sv'o mikið til síns ágætis, að vart
munu hreyflarnir fá útrýmt þeim að svo stöddu. En
öðru máli er að gegna um litlar túrbínur og bullu-
vjelar.
Samanburður á bulluvjelum, sem smíðaðar voru
fyrir ca. 10—15 árum, eða samskonar vjelum, sem
nú eru smíðaðar, og nýjustu gerðum af t. d. Diesel-
hreyflum, sýnir þann mismun á eyðslu, hreinlæti,
fyrirferð o. fl., að framtíð eimvjelanna, að minnsta
kosti sumstaðar, virðist mjög vafasöm. Fyrir því
hafa eimvjelasmiðirnir nú síðustu árin gert ýmsar
tilraunir um endurbætur á þeim. Eftir því, sem nýj-
ustu erlend iðnfræðirit herma, eru margskonar end-
urbætur á eimvjelinnni nú á leiðinni, er fela í sjer
mikla framför frá því, sem áður var. Má t. d. nefna
kyndingu með kolasalla. Fer hún eingöngu fram með