Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 105
103
Lokarnir eru jafnvægis- og' tvísætislokar, og er
þeirn haldið að sætunum með sjerstökum þollum (9)
og fjöðrum (10). Lokarnir eru hreyfðir með undir-
lyftum (compensators) með hjóli í endanum; renna
þær í skorðum og eru stiltar með stálfjöðrum. Fæst
með þessu jöfn og nákvæm hreyfing á lyftitækin.
Undirlyfturnar útiloka einnig ónákvæmni og skekkj-
ur, sem vera kunna á stillingu hreyfitækjanna og
stafa af mismunandi hitaþenslu.
Efni lokanna er fíngert steypujárn (Perlit), gló-
deigt við ca. 400° C. Lokaþollarnir eru úr ryðlausu
stáli, feldir og slípaðir þjettir í steypujárnshólka án
nokkurs þjettis, nema að þverraufar eru rendar í þá
á nokkrum stöðum fyrir vatnslása.
Kambar og hjól eru gjörð úr hertu stáli. Undir-
lyfturnai hreyfast í koparhólkum, og á þær eru fest-
ar fjaðrir, eins og áður er tekið fram. Halda þær
hjólunum frá kömbunum þann hluta af snúningnum,
sem þeir lyfta ekki. Kambásar eru tveir, hvor fyrir
sína vjel. Liggja þeir í kúlulegum og vagga upp og
niður og hreyfa þrjá botnloka og þrjá topploka
hvor.
Hreyfitækið fyrir kambásana er af „Klug“ gerð.
Er það með einni úrskeiðisskífu fyrir hverja vjel
og úrskeiðishring með löngum armi, sem lyftir undir
stöng, er gengur upp til kambásanna. Handskiftingu
hafa allar þessar vjelar; er hún eins fljótvirk og þó
eimskifting væri, því mjög lítið afl þarf til þess að
hreyfa lokastengurnar.
Á síðustu 4—6 árum hafa vjelar þessar náð mik-