Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 117
Um notkun rafmagnsyjela,
Notkun raforku í skipum hefir, eins og' kunnugt
er, náð svo mikilli útbreiðslu síðustu árin, að nú
er alls ekki hægt án hennar að vera.
Er hægt að hugsa sjer nýtísku farþega-eimskip
eða hreyfilskip án raforku? Þúsundir glóðarlampa,
ýmsar teg. vikavjela, hitatæki og önnur áhöld nota
raforkuna. Af því, sem hjer fer á eftir, má gera sjer
nokkra grein fyrir hinni stórstígu aukningu á raf-
orkunotkun á skipum:
Fyrir ca. 45 árum var fyrsta rafmagnsvjelin Iátin
í þýskt verslunarskip. Vjel þessi, sem einungis var
ætluð til þess að framleiða ljósastraum, var um 16,5
kw með 65 volta spennu.
Nú er raforkunotkunin orðin svo mikil, að margar
vjelar þarf að setja í vjelarúmið, til þess að straum-
framleiðslan sje jafn örugg. Eru nú framleidd í einu
skipi alt að 2500 kw með 230 volta spennu.
Til gæslu þessara stóru vjela eru hafðir rnenn,
sem fengið hafa sjerstaka fræðslu um skipastöðvar.
Sjá þeir einkum urn viðhald raftauga, skiftiborða
og því um líkt, en gæsla aflvjelanna er venjulega
falin vjelstjórunum. Það er því nauðsynlegt, að sjer-
8*