Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 122
120
eiu þó raílögninni hættulegir óvinir og valda skemd-
um og trufiunum, þrátt fyrir besta eftirlit. Má skifta
þeirn truflunum, sem tíðast koma fyrir, í eftirtalda
f lokka:
I. Skammhiaup og straumrof í akkerinu.
Ii. Vjelin gefur engan straum.
iri. Mikil neistamyndun milli bursta og straum-
vendis.
IV. Vjelin hitar sig.
V. Ójafnt ljósmagn.
I. Skammhlaup stafar af því, að einangrun tveggja
leiðsia, sem saman liggja, veitir eigi næga mótstöðu;
myndast svo fyrst straumleki, en síðar algjört sam-
band, þ. e. skammhlaup. Verði t. d. skammhlaup í
rafmagnsspólu, hitnar hún gífurlega, svo að einangr-
unin brennur. Þetta veldur brunalykt, og sje eftir
henni tekið í tíma, og vjelin samstundis stöðvuð, má
vera, að komið verði í veg fyrir frekari skemdir. Oft
liggur orsökin í því, að kol eða koparagnir hafa press-
ast niður á milli flísanna í straumvendinum.
II. Gefi vjelin engan straum, stafar það af trufiun
á leiðslum eða segulmagni. Truflun á leiðslu má finna
með því að rnæla einangrunarmótstöðuna rnilli járn-
grindarinnar á vjelinni eða akkerisássins og leiðsl-
unnar, með því að hver leiðsla út af fyrir sig (eftir
að hún er laus) er mæld við fasta járnið. Komi í Ijós,
að akkeri eða segulspóla sje biluð, er hyggilegast að
senda það sj erfræðingum til viðgerðar. Sje leiðslu-
truflun í akkerinu þrátt fyrir góða einangrun, kem-
ur hún í ljós á þann hátt, að bláleitur, langur neisti
myndast á milli aðliggjandi geira í straumvendin-