Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 125
Óvenj uleg“ vjelarbilun.
Það keraur svo oft fyrir, að festar lendi í skips-
skrúfunni, þegar farið er út eða inn í höfn, að menn
kippa sjer ekki upp við það, enda veldur það sjald-
an verulegu tjóni. Það, sem kom fyrir danskt skip
eigi alls fyi’ir löngu, sýnir, að hin alvarlegasta vjela-
bilun getur þó orðið afleiðingin.
Skipið var á leið út úr frihöfninni i Kaupmanna-
höfn, og um leið og það snerist í hafnaropinu, fór
afturfestin (stálvír) um skrúfuna. Varð vjelin ekki
stöðvuð, fyr en allnrikið af festinni hafði vafist urn
skrúfuna. Tilraun var þá gerð til þess að vinda fest-
ina af skrúfunni, með því að snúa vjelinni, en það
tókst ekki, og var festin höggvin.
Átti nú að fara af stað að nýju, og var vjelin
sett af stað aftur á bak. Þegar hún hafði farið nokkra
snúninga, heyrðist stór brestur í stefnispipunni, og
samstundis stöðvaðist vjelin.
Pyrsti vjelstjóri sendi þá þegar vitneskju unr það
til skipstjóra, að vjelin væri eigi nothæf, og við
skyndieftirlit kom í ljós, að stefnispípan hafði ýtst
um 3” inn í vjelarúmið. (Ásgöng voru engin, vjelin
8tóð aftast í skipinu.) Skiljan fi-aman við skutþróna,