Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 126
124
sem stefnispípunni er fest á, var beygð inn, og vatn-
ið streymdi nú inn úr skutþrónni.
Skipið var nú við fyrsta tækifæri tekið á þurt,
og þegar menn komust að skrúfunni, kom það í Ijós,
að festin hafði vafist svo þjett um hlífina yfir öxul-
þjettinu (cedervalen) og róna á endanum á stefnis-
pípunni, að mest líktist einjárnung. Lykkja af fest-
inni var og um eitt skrúfublaðið, og þegar vjelin
var sett aftur á bak, hafði losnað um róna á stefnis-
pípunni. Hlífin yfir öxulþjettinu, sem skrúfuð er á
róna, spentist þá aftur að skrúfunafinu. Varð af þessu
þrýstingur svo mikill, að öll stefnispípan ýttist inn.
Eigi sakaði þó öxulþjettið, og var það mesta furða;
hafði hlífln haldið hinum gífurlega þunga.
Skrúfuöxullinn var nú tekinn inn og settur í renni-
bekk til eftirlits, stefnispípan tekin úr og þrýstireynd
og skiljan rjett. Varð þetta mjög dýr viðgerð.
Sýnir þessi bilun, hve afar varhugavert það er, að
nota vjelina, ef festi hefir farið um skrúfuna, og
ekki er fengin full vissa fyrir því, að hún hafi náðst
(Eftir „Tidsskrift for Maskinvœsen'-)
H. J.