Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Page 127
Yjelarbilun í þýsku skipi.
Yjelstjórinn segir frá.
Skiptð var á útleið, og vjelarnar i fullura gangi.
Á morgunvökunni heyrðist ógurleg sprenging í vjela-
rúminu, og samstundis fyltist vjelarúmið af gufu,
svo að eigi sá handaskil. Varðmönnunum í vjelarúm-
inu var með öllu ómögulegt að sjá, hvernig biluninni
var varið, en þóttust þó hafa hugboð um, að spreng-
ing hefði orðið á H. Þ. strokk. Tókst þeim með
snarræði að komast upp á þilfar og loka fyrir báða
katla með hraðlokunartækjum, sem þar voru. Þegar
búið var að gjöra nauðsynlegar öryggisráðstafanir
við báða katlana, var bilunin rannsökuð. Kom þá í
ljós, að útveggur H. Þ. skriðilhússins við innstreym-
isopið var brotinn, og ca 500x600 m. m. stykki var
sprungið burt. Lá það á vjelarúmsgólfmu í nokkurri
fjarlægð. Pípa, sem lá nálægt skriðilhólfinu og orðið
hafði fyrir sprengingunni, var brotin. Aðalþungi
sprengingarinnar hafði þó lent á ketilþilinu, því það
var rjett við. Vjelarúmið var ekki álitlegt umhorfs.
Einangrunin hafði blandast gufunni og borist um alt.
Var það tilviljun ein og guðs mildi, að varðmenn
í vjelarúminu urðu ekki fyrir tjóni.
Til þess nú að gera ganghæfa aftari strokka vjel-