Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 132
130
álitið, að orsök sprengingarinnar hafi verið yfirhitun
og óvenjulega mikill þrýstingur (þyngdir öryggis-
lokar). Þegar þessi ályktun er lögð til grundvallar,
er litið svo á, að fyrst hafi veikasti hluti bálhois-
ins látið undan, og við það þakplatan þrýstst niður;
skrúfstoðirnar hafi þá tognað og síðan slitnað úr
bakveggnum á þeim stöðum, sem yfirhitunin átti
sjer stað á; yfirþrýstingur ketilsins hefir síðan lokið
við að slíta út þá bolta, sem eftir voru, og við það
hefir bakveggurinn látið sig. Hin eiginlega og hættu-
legasta sprenging — sprenging ytra byrðisins —
hefir síðan skollið yfir.
Slysið er, sem betur fer, óvenjulegt, hvort heldur
sem miðað er við orsakir þess eða hitt, hve stór-
kostlegt það var ; en það ætti að vera hvatning um
að fá gæslu gufukatla einungis þeim mönnum í
hendur, sem til þess hafa þekkingu, án þess að láta
sjer lynda íhlutun þeirra, er eigi bera skyn á slíka
hluti, og naumast getur verið ljóst, hve afskifti
þeirra geta haft alvarlegar afleiðingar.
Jafnframt verðnr þó að láta þess getið, að v j e 1-
stjórinn ber fulla ábyrgð á rekstri
ketilsins og má aldrei — einsoghjer
átti sjer stað — sætta sig við, að ó-
skynbærir menn ráði þar meira um.
Ef lærður vjelstjóri hefði verið á dráttarbátnum,
myndi naumast hafa orðið nokkurt slys, því óhugs-
andi er, að þá hefði verið leyft að þyngja öryggis-
lokana um 100% á katli, sem orðinn var 40 ára gam-
all. (Eftir „Tidsskrift for Maskinvæsen").
K. T. Örvar.