Saga - 1955, Side 10
86
brot þetta sé nú kennt við Skálholt, þá virðist
Árni Magnússon ekki vera viss um, hvar hann
hafi fengið brot þetta, eins og sjá má af for-
mála Storms fyrir annálunum og handritaskrá
Árnasafns.
Til forna nefndist Valþjófsstaður með fleir-
töluheitinu Valþjófsstaðir, eins og títt var um
höfuðból. En nú gjörir sú spurning vart við
sig, hvort hér sé um Valþjófsstaði í Fljótsdal
að ræða einvörðungu. í heimildum er getið
þriggja Valþjófsstaða aðeins. I landi Jörva í
Haukadal er fornt eyðibýli, er Valþjófsstaðir
heitir.3) Eyðibýli þetta kemur ekki til greina
með neinum líkindum. Svo eru Valþjófsstaðir
í Fljótsdal. Og loks eru Valþjófsstaðir í Núpa-
sveit.
Venjan mun vera sú að telja, að kirkjubruni >
þessi hafi orðið að Valþjófsstöðum í Fljótsdal,
en það þarf ekki að vera.
Heimildin í annálsbrotinu er rituð með þriðju
höndinni, sem á því er, og bætt aftan við at-
burði þá, sem taldir eru að hafa gjörzt árið
1361. Áuk þess eru atburðir þeir, er síðast eru
taldir árið 1363 og allir á árinu 1364, ritaðir
með sömu hönd. Kemur sú hönd hvergi fyrir
annars staðar á brotinu.4) Greinir einkum árið
1364 frá norðlenzku sérefni, þar sem talað er
um Jón biskup skalla, Eyfirðinga og Sigurð
bónda á Silfrastöðum. Heimildin um kirkju-
brunann að Valþjófsstöðum ætti þá að vera »
rituð af Norðlendingi eða manni nákunnugum
í Norðurlandi.
í rekaskrá Hólastaðar og Möðruvallaklaust-
urs, en hún er í Fornbréfasafninu ársett til árs-
ins 1296, er þess getið, að báðir aðilar eigi reka
f