Saga - 1955, Side 44
120
geta þess, að kirkjuhurðin hafi verið skálahurð,
hafi hann vitað það eða þekkt einhver munn-
mæli um þetta. Auk þess berast böndin að hon-
um um mikilsvarðandi aðgerð á hurðinni, sem
nánar verður lýst seinna.
Sira Vigfús Ormsson nefnir eigi heldur þetta
atriði í skýrslu sinni árið 1821, er hann hafði
verið 32 ár á staðnum. Finnur Magnússon nefn-
ir það eigi heldur í Antiquariske Annaler árið
1827.
Skálahurðartilgátan virðist fyrst koma fram
hjá sira Stefáni Árnasyni árið 1846. Aðgætandi
er, að sira Stefán var einnig Austfirðingur,
eins og sira Hjörleifur, sonur sira Árna Þor-
steinssonar í Kirkjubæ og fæddur árið 1785.
Árið 1812 vígðist hann aðstoðarprestur til sira
Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað, er þá var
farinn að tapa sjón. Bjó hann fyrst á Arnheiðar-
stöðum, en árið 1818 flutti sira Vigfús að þeim
bæ, en sira Stefán tók við ábyrgð staðarins.
Árið 1836 fær sira Stefán loks veitingu fyrir
kallinu og andaðist árið 1857. Aðstæður hans
til að kynna sér sögu staðarins voru því sérlega
góðar.
Árið 1850 er umsögn sira Stefáns á þessa
leið: „Sögn manna er, að fyrrum hafi 3 hringar
verið á hurðinni, og hún þá miklu breiðari en
nú, sem einnig lætur að líkindum að verið hafi,
sé hún frá skála þeim enum mikla, sem var hér
á Valþjófsstað, sem ekki er heldur ólíklegt,
vegna þess að lokrekkjudyrafjalirnar voru all-
ar með áþekku skurðsmíði, þegar eg kom hing-
að 1812, en sem síðan eru glataðar." 74)
Svipuð er umsögn Guðmundar Þorsteinsson-
ar frá Lundi. Segir hann, að kirkjuhurðin forna