Saga


Saga - 1955, Síða 44

Saga - 1955, Síða 44
120 geta þess, að kirkjuhurðin hafi verið skálahurð, hafi hann vitað það eða þekkt einhver munn- mæli um þetta. Auk þess berast böndin að hon- um um mikilsvarðandi aðgerð á hurðinni, sem nánar verður lýst seinna. Sira Vigfús Ormsson nefnir eigi heldur þetta atriði í skýrslu sinni árið 1821, er hann hafði verið 32 ár á staðnum. Finnur Magnússon nefn- ir það eigi heldur í Antiquariske Annaler árið 1827. Skálahurðartilgátan virðist fyrst koma fram hjá sira Stefáni Árnasyni árið 1846. Aðgætandi er, að sira Stefán var einnig Austfirðingur, eins og sira Hjörleifur, sonur sira Árna Þor- steinssonar í Kirkjubæ og fæddur árið 1785. Árið 1812 vígðist hann aðstoðarprestur til sira Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað, er þá var farinn að tapa sjón. Bjó hann fyrst á Arnheiðar- stöðum, en árið 1818 flutti sira Vigfús að þeim bæ, en sira Stefán tók við ábyrgð staðarins. Árið 1836 fær sira Stefán loks veitingu fyrir kallinu og andaðist árið 1857. Aðstæður hans til að kynna sér sögu staðarins voru því sérlega góðar. Árið 1850 er umsögn sira Stefáns á þessa leið: „Sögn manna er, að fyrrum hafi 3 hringar verið á hurðinni, og hún þá miklu breiðari en nú, sem einnig lætur að líkindum að verið hafi, sé hún frá skála þeim enum mikla, sem var hér á Valþjófsstað, sem ekki er heldur ólíklegt, vegna þess að lokrekkjudyrafjalirnar voru all- ar með áþekku skurðsmíði, þegar eg kom hing- að 1812, en sem síðan eru glataðar." 74) Svipuð er umsögn Guðmundar Þorsteinsson- ar frá Lundi. Segir hann, að kirkjuhurðin forna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.