Saga - 1955, Qupperneq 59
135
við völd. Sá var Hinrik II., 1154-89. Hann var
í raun og veru franskur að menningu, þótt ætt-
faðirinn héti Fólki eða Fylkir rauði, Foulques
le Roux, 888?-938. Drottning hans var Eleanor
de Poitiers, 1122?-1204. Hún hafði áður verið
gift Loðvíki VII., en þau voru skilin árið 1152,
og giftist hún Hinriki sama ár. Hún var mennta-
kona mikil, en það var dóttir hennar og Loð-
víks, Marie de Champagne, einnig.
Við hirð Marie starfaði Chrétien de Troyes
sem skáld, og nú vill svo einkennilega til, að
hann yrkir „Yvain, aou le Chevalier au Lion“
um árið 1173 eða jafnvel fyrr.108) Að vísu var
sambúð þeirra Eleanorar og Hinriks II. þá orð-
in nokkuð stirð, og hélt hún hirð með syni sín-
um, Ríkarði, í Poitiers um þær mundir, sem
„Yvain“ var ortur. Ljóð þetta varð á örskömm-
um tíma útbreitt um alla Evrópu norðanverða,
rétt eins og vinsælar skáldsögur nú á tímum.
Enda þýddi Hartmann von Aue ljóð þetta á
þýzku fyrir 1200.109) Til Englands hefur ljóð
þetta borizt má heita um hæl, eins og samband-
inu var þá háttað milli Englands og Frakk-
lands.
Páll Jónsson hefur því vel getað kynnzt ridd-
araljóðum og sögum í námsför sinni, ekki sízt,
þegar þess er gætt, að Marie de France, hin
kunna skáldkona, er orti ,lais‘, laundóttir Hin-
riks II., var að öllum líkindum sama konan og
María, abbadís í Shaftesbury.110) Sagan af
riddaranum, Ijóninu og drekanum gæti því ver-
ið honum kunn. Og ljón hefur hann séð í skjald-
armerki Plantagenetættarinnar. En Ríkarður I.
fékk viðurnefnið ljónshjarta svo sem kunnugt
er. Um líkt leyti var uppi Vilhjálmur ljón á