Saga - 1955, Síða 96
172
aflað sér liðs né smíðað vopn, verður eftir nokk-
ur ár, ef svo langs væri að bíða, jafnauðvelt
að handtaka hann sem nú. Hins vegar er það
oss í hag, að vér leysumst úr öllum vafa og
getum haft þann viðbúnað, er hentar. Þriðju
spurningunni hlaut hver réttsýnn og heiðar-
iegur maður að neita með viðbjóði, því að enda
þótt einstakir menn, t. d. hegningarhússfang-
arnir, sem gengu á mála hjá Jörgensen, tryðu
honum um of og létu of mjög leiðast af hon-
um, mótmælum vér því hátíðlega, að íslenzka
þjóðin í heild verði dæmd eftir þessum mönnum.
Gegn þessu mætti að vísu hafa uppi þá mót-
báru, að í styrjöld væri aldrei heimilt að álykta
svo sem hér var gert. Menn mættu aldrei leggja
minnsta trúnað á það, sem fjandmenn segðu
um ástand og horfur, og láta þvílíkt, hversu
sennilegt sem það kynni að vera, aldrei afti-a
sér frá því að veita fjandsamlegum árásum
allt það viðnám, sem auðið væri, þangað til
sannleikurinn væri í ljós leiddur, annaðhvort
við gerða friðarsamninga eða fyrirmæli réttra
yfirvalda. Þessu svörum vér svo, að enda þótt
þetta eigi við um þá menn og þau lönd, sem
ráða yfir vopnuðum her, og einkum um þá, sem
settir eru til yfirstjórnar í víggirtum stað, þá
gegnir ekki af þeim sökum sama máli um þau
lönd, sem engan her eiga og engin varnarvirki,
því að þar eru aðstæður allar aðrar. Þegar her-
foringi vanrækir að veita fjandmönnum það
viðnám, sem auðið er, eða leggur ekki til or-
ustu, þegar færi gefst, eða opnar þeim leið
inn í víggirðingar án mótspymu, þá hefur
annaðhvort verið vanrækt að bæta aðstöðu sína
að mun eða fjandmönnunum jafnvel veitt færi