Saga - 1955, Qupperneq 107
183
hjá nútímasagnfræðingum, að Jón biskup hafi
enga ferð farið til Skálholts 1549, en hins veg-
ar tvær ferðir árið 1548, aðra fyrir, en hina
eftir alþingi.1) En ef heimildir eru rannsakaðar
niður í kjölinn, kemur í ljós, að Jón biskup
hefur að vísu enga ferð farið til Skálholts 1549,
en hins vegar hefur hann aðeins farið þangað
eina ferð 1548, og var hún farin fyrir alþingi,
en af þeim misskilningi, sem ríkt hefur um
þetta, hefur leitt ýmiss konar ónákvæmni í sögu
Jóns biskups. Skal þetta nú nánara sýnt.
Enginn vafi er á því, að Jón biskup var
staddur í Skálholti 27. júní 1548. Þann dag
kusu 24 klerkar Skálholtsbiskupsdæmis bróður
Sigvarð, ábóta í Þykkvabæ í Veri, til biskups
í Skálholti á almennilegri prestastefnu. Hann
fylgdi enn kaþólskum sið. Jafnframt var Jón
biskup kosinn umsjónarmaður (administrator)
Skálholtskirkju og Skálholtsbiskupsdæmis með
fullu biskupsvaldi, meðan þörf krefði (þ. e.
Weðan Sigvarður biskupsefni væri óvígður), og
setti hann innsigli sitt undir kjörbréfið með
innsiglum klerkanna. En þótt víst sé, að Jón
biskup var staddur í Skálholti þennan dag,
er sumt óljóst um dvöl hans þar. Hver hafði
boðað til prestastefnunnar? Og hvernig stóð
á því, að Jón biskup hreinsaði ekki dómkirkj-
l,na í Skálholti þessu sinni, eftir vanhelgun
hennar af hálfu lúterskra manna, og flutti lík
Gizurar biskups úr henni og jarðsetti utan
kirkjugarðs? Það gerði hann fyrst, er hann
x) Sjá einkum: Páll Eggert Ólason: Menn og mennt-
lr I, 256—264; Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Ara-
son, 209—211, 219.