Saga - 1964, Page 12
4
BJÖRN ÞORSTEINSSON
þeir voru býsna fastheldnir á víkingaaldarlag skipa
sinna, sannar okkur betur en flest annað, að þjóðin eign-
aðist enga verzlunarstétt, sem orð væri á gerandi. Hin
opnu skip af víkingaaldargerð fullnægðu að mestu flutn-
ingaþörf norskra farmanna. Eftir að víkingaöld lauk,
drógust siglingar þeirra mjög saman; Bj armalandsferðir
lögðust af á 12 öld, siglingar til Vesturlanda minnkuðu
stórum nema helzt til Englands, og okkur Islendingum
er kunnugt, að Norðmönnum veittist oft erfitt að standa
við gerða samninga í verzlunarmálum, eftir að Gamli
sáttmáli var samþykktur.
Samdrætti norskra siglinga fylgdi ekki vöruskortur og
verzlunartregða. Norðmenn áttu ýmsar vörur, skreið,
lýsi, timbur og húðir, sem enskir og þýzkir kaupmenn
voru fúsir að sækja til landsins í skiptum fyrir mörg
þarfindi, sem Norðmenn skorti. Á 12. og 13. öld uxu
borgir talsvert í Evrópu, fólki fjölgaði og milliríkja-
verzlun óx. Meðan Norðmenn stóðu öðrum þjóðum fram-
ar í siglingalist, héldu þeir utanríkisverzlun sinni að mestu
í eigin höndum. Á 12. öld verða hins vegar mikil um-
skipti. Þá höfðu verzlunarborgir um Norður-Þýzkaland
eflzt talsvert, og þær áttu kaupskipaflota, borðhá og
breið seglskip gerð til vöruflutninga, og nefndust þau
kuggar. Þessi skip höfðu allmiklu meira burðarþol en
kaupskip Norðmanna, bússur og knerrir, en talið er, að
þeir hafi ekki tekið að smíða kugga fyrr en á 14. öld.
Norðmenn bjuggu mjög að sínu eins og flestar þjóðir á
miðöldum, og innflutningur þeirra allt fram á 13. öld var
að mestu leyti fólgin í vörum, sem almenningur a. m. k.
hefur talið munað.
I Egilssögu er góð frásögn af aðdráttum Þórólfs Kveld-
Úlfssonar, höfðingjans á Hálogalandi. Hann sendir Þor-
gils gjallanda, ráðsmann sinn, til Englands á skipi hlöðnu
skreið og húðum, feldum og grávöru. Á Englandi fengu
þeir „góða kaupstefnu, hlóðu skipið með hveiti og hun-
angi, víni og klæðum.“ Þessi atburður á að hafa gerzt