Saga


Saga - 1964, Page 14

Saga - 1964, Page 14
6 BJÖRN ÞORSTEINSSON veiðistöð. Elztu samtímaheimildina um fiskveiðarnar í Vogum er að finna í Frostaþingslögum (Ngl. I, 257), en þar segir, að allir, sem eru að fiski í Vogum, skuli greiða konungi fimm fiska. Þetta ákvæði á að vera frá því um 1115 eða því árabili, þegar fyrsta kirkjan er reist þar norð- ur frá. Sama heimild gefur til kynna, að konungar hafi tekið toll af fiskveiðum Háleygja allt frá því um 1080 (Sbr. Ólafs sögu helga, 239. kafli, Heimskringla; Ágrip, 29. kap.; Ræstad, 39—40). Vogastefnan var kaupstefna fyrir allt Hálogaland, en á 12. öld eflast mjög fiskveiðar Norðmanna og þar með utanríkisverzlun þeirra. Samt sem áður óx ekki upp í landinu sjálfstæð stétt verzlunarmanna. Það voru stórhöfðingjar með konung og erkibiskup í broddi fylkingar, sem stunduðu einkum utanríkisverzlun- ina, sendu það, sem þeir máttu missa af tekj um sínum, sem þeir fengu einkum greiddar í fríðu, aðallega til Englands og skiptu þeim þar fyrir veizlukost, skrúðklæði, vopn og annað, sem höfðingjum sómdi. Til slíkra verzlunarferða nægði hin gamla gerð víkingaaldarskipa, en annað varð uppi á teningnum, þegar svo var komið, að Norðmenn þörfnuðust allmikils innflutnings til þess að brauðfæða þjóðina, borgir höfðu vaxið og fólki fjölgað þar eins og annars staðar á Vesturlöndum. Þótt ýmsar heimildir bendi til þess, að Norðmenn hafi flutt út skreið allt frá því á 10. öld, þá mun ekki hafa kveðið mikið að þeim útflutningi fyrr en á þeirri 12., og það eru ekki norskir, heldur erlendir kaupmenn, sem talið er, að hafi valdið mestu um þær breytingar. Þá verður skreiðin aðalútflutningsvara Norðmanna og Björgvin að- alútflutningshöfnin, en hún liggur vel við siglingum frá Vesturlöndum, og þangað flykktust erlendir kaup- menn á skipum sínum. Um 1130 telur enski sagnarit- arinn Orderic Vitalis (d. 1142) Björgvin meðal 5 helztu borganna í Noregi (Historia Ecclesiastica). Þar efldust brátt margs konar handíðir, en þær voru m. a. grundvöllur talsverðrar smáverzlunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.