Saga - 1964, Síða 16
8
BJÖRN ÞORSTEINSSON
af skreið, að þess séu engin dæmi annars staðar, og þangað
sigli menn skipum sínum hvaðanæva, Islendingar, Græn-
lendingar, Englendingar, Þjóðverjar, Danir, Svíar, Gotar
og fleiri þjóðir, sem of langt yrði upp að telja. Skreið er
ekki eingöngu á boðstólum í Björgvin, því að þar er einnig
að finna gnægð vínfanga, hunangs, hveitis og góðra
klæða1).
Johan Schreiner telur, að samskipti hafi tekizt með
Norðmönnum og Þjóðverjum við Eystrasalt (Lýbiku) á
3. áratug 13. aldar, en á 5. tug aldarinnar ritar Hákon
gamli ráðinu í Lýbiku bréf og biður það að senda eftir
venju nauðsynjar til Noregs, „korn og malt, og leyfið
kaupmönnum vorum að kaupa sömu vörur, meðan dýrtíð
er í ríki voru. Þar á móti munum vér ekki neita kaupmönn-
um yðar að kaupa það, sem þeir girnast helzt. En lýbskt
öl viljum vér ekki, að kaupmenn vorir flytji, nema það sem
þeir þurfa til drykkjar á leiðinni, því að það er á engan
hátt til nytja fyrir land vort.“2) Hér er í fyrsta skipti í
heimildum minnzt á, að norska ríkinu sé nauðsynlegur inn-
flutningur á korni, og nokkru síðar gerir norska stjórnin
fyrsta verzlunarsamning sinn við Lýbiku. Eftir orðanna
hljóðan tryggir samningur þessi gagnkvæm réttindi beggja
aðila til frjálsrar og óhindraðrar verzlunar. Magnús laga-
bætir endurskoðaði og samræmdi lög ríkisins, eins og
kunnugt er. Frá Bæjarlögum hans og verzlunarrétti var
gengið 1276, en tveimur árum síðar voru þýzkum kaup-
mönnum, sem sigldu til Noregs, veitttar nokkrar undan-
þágur frá ákvæðum þeirra. Þeir voru undanþegnir ýmsum
kvöðum, sem lögin lögðu á herðar kaupmönnum í norsku
bæjunum. Á 9. tug aldarinnar átti Eiríkur konungur
Magnússon í stríði við nokkrar Hansaborgir, sem lögðu
hafnbann á Noreg. Þegar nær allur innflutningur til lands-
ins hafði stöðvazt, varð norska stjórnin að biðjast friðar.
1) Scriptores Rerum Danicarum, útg. J. Langebek 1783, V. b. 353;
Schreiner: H. N. 16.
2) DN. V. b. nr. 1 og 2; Schreiner: H. N. 15—17.