Saga - 1964, Page 17
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
9
Norðmenn voru orðnir algjörlega háðir korninnflutningi
Hansaveldisins til landsins. Árið 1294 voru forréttindi
þýzkra kaupmanna í Noregi stóraukin, og eftir það stend-
ur verzlunarveldi þeirra öruggum fótum í Noregi allt
fram á 16. öld.1)
Verzlunarstefnan og utanríkisverzlunin.
I rúma öld hafa norskir sagnfræðingar fjallað um
verzlunarsögu þjóðar sinnar á miðöldum og ekki orðið
á eitt sáttir um styrk og stöðu norskrar verzlunarstéttar.
Við fslendingar vorum hluti af hinu norska verzlunar-
veldi, þess vegna skiptir þróun þess okkur nokkru máli.
P. A. Munch og J. E. Sars töldu báðir, að utanríkisverzl-
un landsins hefði frá fornu fari verið að mestu í hönd-
um leikra og lærðra stórhöfðingja, en á dögum Hákonar
gamla náðu Hansamenn norsku verzluninni að miklu
leyti í sínar hendur, sökum þess að þeir fluttu þjóðinni
þær nauðsynjar, sem hún þurfti. Þegar líður á 13. öld,
verður verzlun þeirra Norðmönnum ómissandi. Alexander
Bugge reis að nokkru gegn þeirri skoðun í riti sínu:
Studier over de norske byers selvstyre og handel för
Hanseaternes tid (1899). Þar reynir hann að leiða rök
að því, að Hansamenn hafi alls ekki verið jafnómissandi
ríkinu og fyrri sagnfræðingar vildu vera láta. Hann dró
fram allmikið magn áður ókunnra heimilda um norska
utanríkisverzlun á 13. og 14. öld, einkum enskar toll-
heimtuskýrslur, sem sýndu talsverða siglingu norskra
farmanna til Englands. Af þeim heimildum dró hann
þær ályktanir, að til hefði verið alltápmikill vísir að borg-
arastétt í Noregi og Hansamenn hafi alls ekki fyllt auð-
an bás í norsku samfélagi. Hann segir hins vegar, að
þeir hafi hnekkt og drepið verzlunarstéttina og þannig
1) Schreiner: HN. 17; Munch: N. F. H. IV. 2, 94—105; A. Steinnes:
H. T. 31. b., 32 og áfram.