Saga - 1964, Side 19
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
11
sem flest voru fámennar umskipunarhafnir á nútíma
mælikvarða. Ríki, sem barðist við dýrtíð og matarskort
eins og Noregur, gat ekki leyft eftirlitslausan útflutning
matvæla. Fyrir daga Hansaveldisins í Noregi hefur stjórn-
in og umboðsmenn hennar talið sér heimilt að synja hvaða
kaupfari, sem var, um heimild til þess að flytja norskar
afurðir úr landi, nema útflutningurinn væri áður ein-
hverjum samningum eða heitum bundinn (sjá tilv. í bréf
Hákonar gamla hér á undan). Þrátt fyrir miklar hættur
var kaupsigling freistandi atvinnuvegur framgjörnum
mönnum, sem höfðu allt að vinna, en litlu að tapa. Á vík-
ingaöld höfðu karlssynir Noregs flykkzt úr landi til rána
og verzlunar, en heimaland þeirra var of snautt og af-
skekkt til þess að verða bakhjarl verzlunarveldis, svo að
siglingarnar fjöruðu út, er frá leið, lénskir stj órnarhættir
sigruðu í landinu og víkingaríkin vestan og sunnan Norð-
ursjávar liðu undir lok. Landeigendur leikir og lærðir
leystu víkinga og herkonunga frá völdum í Noregi og kröfð-
ust þess, þegar tímar liðu, að engir stunduðu kaupferðir,
nema þeir ættu talsverðar eignir.1) Síðar voru eigna-
ákvæðin hækkuð, svo að ýmsir hafa þar sem annars stað-
ar verið fúsir að freista gæfunnar.2) Samt sem áður mun
eignaákvæðið hafa stýft vaxtarbroddinn af norskri verzl-
unarstétt. Stórhöfðingjar urðu helztu kaupmenn ríkisins,
en þá skorti að vonum dirfsku nýgræðingsins, sem átti
allt að vinna, og norska sjáveldið hrundi til grunna. Ríkis-
stjórnin bannaði kaupmannasamtök eins og gildi Eng-
landsfara3), en leitaðist á ýmsan hátt við að skipuleggja
verzlun erlendra kaupmanna og sjá til þess, að þeir flyttu
nauðsynjar til landsins, en freistuðu ekki þegnanna með
áfengi og óþarfa, eins og áður er að vikið. (Sjá einnig A.
Ræstad, 54.) Á 13. öld eða eftir 1220 hefjast samningar
1) Ngl. I: (Frostaþingsl), bls. 125; II (Landsl.) 163—164 og (Bæj-
arl.) 262—263.
2) Ngl. III, 184 og 216.
3) Ngl. III, 24—25; enn fr. 149—’50.