Saga - 1964, Page 20
12
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Norðmanna við erlendar ríkisstjórnir um aðflutninga til
landsins, og erlendir kaupmenn fá skilmerkileg leyfi til
Noregssiglinga.
Hansakau'pmenn leggja undir sig norsku
Englandsverzlunina.
Meðan Norðmenn þörfnuðust ekki innflutnings á korni
í stórum stíl, gátu erlendir kaupmenn ekki orðið stjórn-
inni ofjarlar í ríki hennar. Allt öðru máli gegndi, þegar
þeir drottnuðu orðið yfir nauðsynlegum matvælainnflutn-
ingi. Fiskimennirnir í Norður-Noregi, sem þörfnuðust
mestra aðflutninga á korni, gátu á engan hátt lagt í þann
kostnað, sem þurfti til þess að reka verzlun, koma fiskin-
um á erlendan markað og afla hins nauðsynlega kornmet-
is, og stórhöfðingjarnir voru engin verzlunarstétt, þótt
þeir rækju nokkra kaupmennsku og verzluðu talsvert við
Englendinga. Kaupmannastétt landsins lét sér nægja að
verzla með ströndum fram og stunda smásölu í borgum, en
utanríkisverzlun í stórum stíl var hún aldrei fær um að
annast. Norskir kaupmenn gerðu að vísu út skip í félagi
til Englands á 12. og 13. öld, en af norskri hálfu var sú
verzlun aðallega í höndum stórhöfðingja ríkisins.
Lýbikumenn brutu blað í verzlunarsögu Noregs með
korninnflutningi sínum og náðu brátt undir sig meginhlut-
anum af skreiðarútflutningi landsins. Heimildir villtu
Bugge sýn varðandi siglingar Norðmanna til Englands um
1300. Síðar komst bæði hann og aðrir fræðimenn að því,
að Hansamenn hefðu þegar um 1300 náð í sínar hendur
meginhluta af skreiðarverzlun Björgvinjar til Englands.
Norsku skipstjórarnir, sem birtast í enskum tollheimtu-
skýrslum á fyrsta áratug 14. aldar, reyndust margir vera
í þjónustu þýzkra kaupmanna. Norska Englandsverzlunin
hafði aðallega verið í höndum stórhöfðingj a ríkisins; þeir
höfðu flutt út skreið, timbur, húðir, lýsi og aðrar innlend-
ar afurðir og aflað sér nauðsynja handan Norðursjávar-