Saga - 1964, Page 23
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
15
að selja þær aftur1 2), og yfirleitt reyndi stjórnin að halda
smásöluverzluninni og vörudreifingunni í höndum þegna
sinna. Sú viðleitni er eins og rauður þráður í verzlunar-
stefnu norsku stjórnarinnar, þótt á ýmsu ylti um árangur
erfiðisins.
Árið 1282 reyndi norska stjórnin að takmarka umsvif
erlendra vetursetumanna í Björgvin, en þremur árum síð-
ar varð hún að biðjast griða eftir ófarir í styrjöld við
Hansaborgirnar. Við samningana í Kalmar 1285 öðluð-
ust Hansamenn rétt til þess að verzla um allan Noreg á
landi, en ekki frá skipum, bæði við bændur og bæjarmenn.
Frá samningum var gengið endanlega 1294, og var Hansa-
mönnum þá áskilinn réttur til þess að verzla, hvar sem
þeir vildu, nema þeir máttu ekki sigla norður fyrir Björg-
vin án sérstaks leyfis. Hákon háleggur reyndi að takmarka
innanlandsverzlun þeirra með því að einskorða hana við
bæina, banna landprang eða verzlun utan kaupsvæða borg-
anna, en þar áttu umboðsmenn hans að hafa umsjón með
verzlunarmálum. Um 1304 gaf hann út réttarbót, sem
lagði bann við smásölu þeirra á innfluttum vörum, og 1317
reyndi hann að takmarka vetursetu þeirra við sex vikur,
en útflutningstoll lagði hann á verzlun erlendra manna
1316. Tveimur árum síðar neyddist konungur til þess að
afturkalla tilskipanirnar nema ákvæðin um tollgreiðslur.-)
Árið 1331 reyndi norska stjórnin að taka upp þráðinn
að nýju og gaf út tilskipun þess efnis, að þeir útlending-
ar einir, sem væru giftir norskum konum, mættu setjast
að sem kaupmenn í borgum landsins. Kaupmenn, sem
kæmu til landsins eftir 14. september, máttu einungis
dveljast, meðan þeir seldu vörur sínar, og þeim var bönn-
uð öll smásala. Hansamenn brugðust illa við þessari laga-
setningu, og svo lauk, að þeir brenndu hluta af Björgvin.
Eftir ófarir í styrjöld við Hansaborgirnar 1342—’43 varð
1) Ngl. III, nr. 53, 64 og 70; A. Ræstad, 56.
2) J. Schreiner: Hanseatene og Norges nedgang, 54—58.