Saga - 1964, Page 29
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
21
eiða. Ef deilur risu milli konungsvaldsinp og sirattlend-
inga, þá horfðu flest önnur ráð betur til sátta ei. aðflutn-
ingshömlur.
Undir lok 13. aldar eru erlendir (þýzkir) kaupmenn
teknir að keppa við norska um skattlandsverzlun ríkisins
og voru ekki ávallt mjög löghlíðnir. Þetta svið hins norska
siglinga- og verzlunarveldis hugðist stjórnin verja í
lengstu lög. Með samningum og réttarbótum á árunum
1294—1306 er lagður réttarfarslegur grundvöllur að stöðu
Björgvinjar sem aðalstöðvar (stapúlu) skattlandsverzlun-
arinnar í norska ríkinu.1) Norskir kaupmenn skyidu ann-
ast siglingarnar til skattlandanna, en þær beindust aðal-
lega til Björgvinjar sökum legu borgarinnar, en þangað
var erlendum kaupmönnum frjálst að sigla. Stjórnin mun
hafa ætlað að efla drottinvald sitt yfir verzlun ríkisins og
þó einkum skattlandsverzluninni með því að tengja hana
sem rækilegast við aðalverzlunarborgina, en þar urðu hin-
ir erlendu kaupmenn henni ofjarlar. Árið 1348 varð Magn-
ús konungur minniskjöldur að gefa út nýja tilskipun um
skattlandsverzlunina, en þar segir m. a.:
„Vér höfum undirstaðið, að útlenzkir kaupmenn sigla
til skattlanda vorra og annars staðar, þar sem ei hefur fyrr
vani á verið og vort land hefur þar skaða af og svo nokkrir
kaupmenn í landinu, og því forbjóðum vér og fullkomlega,
að nokkur kaupmaður sigli með sinn kaupeyri norðan um
Björgvin eður nokkurs staðar til vorra skattlanda"1).
Með þessari tilskipun bannar konungur öllum kaup-
mönnum að verzla við skattlöndin án síns leyfis. Þar með
gilti í meginatriðum sama reglan um alla skattlands-
verzlunina eins og áður hafði gilt um verzlun á Finn-
mörku og Hálogalandi. Fyrir konungi hefur eflaust vak-
að að auka tekjur sínar af skattlöndunum, en í hönd fóru
erfiðir tímar, sem höfðu óvæntar breytingar í för með
sér.
1) Ræstad, 44—47; A. Taranger: Udsigt over den norske rets historie
II, 1, Chria 1904, bls. 100.