Saga - 1964, Side 30
22
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Utanlandsverzlun íslendinga
Slcipaákvæði Gamla sáttmála.
Bændur „fyrir norðan land og sunnan“ á íslandi ját-
uðust undir veldi Noregs konungs með sérstökum sátt-
mála árið 1262. I þriðju grein hans segir: „Skulu sex
skip ganga af Noregi til íslands tvö sumur hin næstu, en
þaðan í frá sem konungi og hinum beztu bændum lands-
ins þykir hentast landinu".
Þótt aðeins nokkur hluti íslendinga, bændur fyrir norð-
an land og sunnan, stæðu að samningsgerðinni 1262, þá á
skipaákvæðið að gilda fyrir allt landið. Svo er reyndar
um öll þau réttindi, sem fslendingar öðlast samkvæmt
Gamla sáttmála, þau eru veitt íslenzku þjóðinni, öllum
fslendingum. Næstu tvö árin gerðust aðrir íslendingar
aðilar að samningnum. Þá munu tímatakmörkin hafa
verið felld niður úr skipaákvæði samningsins. Síðar er
það látið standa breytingalítið, er sáttmálinn er endur-
nýjaður við konungshyllingar.
„Item að sex hafskip gangi á hverju ári til landsins for-
fallalaust“, segir í sáttmálanum, sem gerður er við Hákon
hálegg 1302.
í almúgans samþykkt 1306 segjast íslendingar vilja „og
þvílíkan skipagang hafa, sem heitið var, á hverju ári út
hingað forfallalaust og þeim gæðum hlaðin, sem nytsamleg
sé landinu".
Árið 1319 rita íslendingar Magnúsi konungi minniskildi
bréf, sem hefur að geyma skilyrði þeirra fyrir hyllingu
hans, en þar krefjast þeir m. a„ að sex skip sigli „hingað
til íslands hvert sumar þeim gæðum hlaðin, er landinu
væru nytsamleg, tvö fyrir norðan, tvö fyrir sunnan, eitt í
AustfjÖrðu og eitt á Vestfjörðum“.
1) Ngl. III, 170; Ræstad: K. S. 44.