Saga - 1964, Qupperneq 34
26
BJÖRN ÞORSTEINSSON
annað mál, að norsk farmannastétt var svo lítilsmeg-
andi og óáran svo algeng í Noregi á 13. og 14. öld, að kon-
ungi landsins virtist um megn að sjá íslendingum fyrir
6 skipa siglingu forfallalaust á ári hverju. Með skipa-
ákvæði Gamla sáttmála munu Islendingar alls ekki vera
að tryggja sig gegn farbanni af konungs hálfu, heldur eru
þeir að tryggja kaupsiglingu til landsins, hvernig sem ár-
ferði sé í Noregi. — Að öðru leyti var íslenzka verzlunin
bundin ákvæðum íslenzkra og norskra laga. Sáttmálarnir,
sem Islendingar gera við Noregskonunga á tímabilinu frá
1262 til 1319 hvíla á þeirri staðreynd, að íslendingum var
ofviða að stunda kaupsiglingu. Orsakanna er ekki að leita
í skipaskorti, heldur í þjóðarbúskap þeirra og verzlunar-
háttum miðalda.
í skjali frá Eiríki konungi af Pommern frá 1431 er
merkileg heimild um skipulag íslandssiglinga á 14. öld.
Þar segir, að árlega sigli milli Björgvinjar og Islands 12
bússur. Ferðum þeirra er þannig háttað, að 6 sigla árlega
frá borginni með alls konar vörur til íslands og liggja þar
um veturinn, en 6 koma með fisk til Björgvinjar frá Is-
landi (DI. XVI, 259.). Á skipum þessum lágu sérstakar
konungskvaðir. Mikil vötn höfðu fallið til sjávar 1431, frá
því að Gamli sáttmáli var gerður, en allt fram á 15. öld
voru skylduskipin 6 í förum milli Noregs og Islands flest
árin. Fyrir miðja 14. öld var sigling þeirra óbundin
Björgvin, þótt íslandssiglingar hafi verið stundaðar það-
an frá upphafi.
I Gamla sáttmála stendur ekkert um það fyrr en 1306,
að skipin, sem hingað sigli, skuli „þeim gæðum hlaðin, sem
nytsamleg sé landinu". Og það er fyrst 1319 tekið fram,
að siglingin skuli skiptast milli fjórðunga. Þessi ákvæði
munu eiga rætur að rekja til breytinga, sem voru að verða
á verzluninni um þessar mundir.
„Eigi viljum vér, að mikil skreið flytjist héðan, meðan
hallæri er í landinu",1) segir í réttarbót Eiríks konungs
1) DI. II, 287, 498.