Saga - 1964, Page 35
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
27
Magnússonar frá 1294. — „Skreið og mjöl viljum vér ei
flytjist meiri, meðan hallæri er í landinu, en kaupmenn
þurfa til matar sér,“ segir í bréfi íslendinga til norska
ríkisráðsins 1319. *)
íslendingar munu hafa fylgt sömu verzlunarstefnu og
Norðmenn, reynt að sporna við útflutningi matvæla, nema
matvæli kæmu í staðinn. Eftir að kaupmenn tóku að flytja
hingað korn og önnur matvæli í stórum stíl, finnst þess
sjaldan getið, að íslendingar amist við útflutningi skreið-
arinnar, en útflutningur korns frá íslandi hefur lagzt nið-
ur með öllu um þessar mundir. Innflutningur matvæla
til Noregs á 13. öld mun illa hafa fullnægt þörfum þjóð-
arinnar nema í góðæri, svo að Norðmenn voru ekki af-
lögufærir af þeim vörum. Á öðrum fjórðungi 14. aldar
munu Norðmenn hafa orðið aflögufærir af korni sökum
aukins innflutnings Hansamanna. Þá hefst aukin sigling
til íslands, og héðan flyzt „hinn mesti og bezti varningur
í skreið og lýsi“.1)
Allt fram á 14. öld höfðu landbúnaðarvörur verið að
heita mátti eini útflutningur Islendinga. Þá sóttu kaup-
menn einkum á þær hafnir, sem lágu næst stærstu land-
búnaðarhéruðunum. Þegar útflutningur skreiðar hófst að
niarki, tóku kaupmenn að sækja á hafnir við aðalverstöðv-
arnar. Á 14. öld varð Hvalfjörður um skeið fjölsóttasta
höfn landsins, en í heimildum er aldrei áður getið um kaup-
siglingu þangað.2) Það gefur því auga leið, að kaupmenn
hafa verið farnir að afrækja fornar verzlunarhafnir,
breyta siglingu sinni til landsins um 1320.
Gamli sáttmáli er mjög skýr og hispurslaus samningur.
Allt um það munu íslendingar og Norðmenn hafa lagt mis-
iafnan skilning í einstakar greinar hans. Hafi íslendingar
t- a. m. verið á svipaðri skoðun og Jón Jóhannesson um
Sildi skipaákvæðisins, talið, að með því afsalaði konungur
ser rétti til þess að takmarka vöruflutninga úr landi, þá
D DI. II, 729.
2) J. Jóh.: Isl. s. II, 154.