Saga - 1964, Blaðsíða 37
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
29
síður af því, að þeir þurftu að losna við vörur sínar, en
þeir fengu miklar tekjur af stóreignum á 13. öld, og gríð-
arlegar eignir féllu í hlut kirkjunnar í Staðamálum. Þess-
um tekjum þurftu þeir að koma í verð, og konungur þurfti
að láta flytja skatta sína úr landi.
Færeyingar eru næstu nágrannar okkar íslendinga í
austri, og þar lentu íslandsför á leið sinni yfir hafið frá
Noregi. í réttarbót, sem Magnús lagabætir veitir Fær-
eyingum 1273 segir: „Þhat hafum wær ok lofat yder, att
þhuer skib þhem sem yder ero hemptast, skulu ganga
milum Norigs ok Pheröyar".1)
Lagagrein þessi mun vafalítið sniðin eftir þriðju grein
Gamla sáttmála. Með því skjali kemst það inn í norræna
réttarvitund, að konungsvaldinu bæri skylda til þess að
sjá þegnum sínum fyrir aðflutningum. Þótt mikið skorti á,
að konungsvaldinu tækist að standa við gerðan samning og
tilskilinn skipafjöldi kæmi ekki til íslands mörg árin, þá
sýna heimildir ótvírætt, að grundvallarreglan var viður-
kennd. Færeyjaförin urðu ekki tvö, heldur eitt, er stundir
hðu, en 1261 mun Noregskonungur hafa sennilega veitt
Grænlendingum loforð um aðstoð við kaupsiglingu til
landsins; þangað hefur e. t. v. verið sótt fyrirmyndin að
3- gr. Gamla sáttmála.-)
■Þ Það höfum vér og lofað yður, að tvö skip, þau sem yður eru
hentust, skulu ganga milli Noregs og Færeyja. Ngl. IV. 354.
2) Liber Capituli Bergensis. — Absalon Pedersöns Dagbog over
Begivenheder, isæer í Bergen 1552—’72. Udg. af N. Nicolaysen. Chria,
S60, þar er oft minnzt á „det færöiske skib“. — Konrad Maurer:
ie zweite Deutsche Nordpolarfahrt in den Jahren 1869 und 70,
Leipzig 1873—’74 I. bls. 228—33; — Ræstad, 61. — Sjá Ch. Joys: Várt
1 olks Historie III, Oslo 1963, 102—105.