Saga - 1964, Side 39
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
31
sinna. Fyrir daga Hansaveldisins í Noregi taldi konungur
og umboðsmenn hans sér heimilt að synja hvaða kaupfari
sem var um heimild til þess að flytja norskar afurðir úr
landi.1) í Heimskringlu segir, að Sveinn konungur, sonur
Knúts ríka, setti lög í Noregi um marga hluti, eftir því sem
lög voru í Danmörku. Hann á m. a. að hafa mælt svo fyrir,
að skip hvert, er færi af landi á brott, skyldi halda kon-
ungi rúm um þvert skip“.2) Ef konungur notaði eigi skips-
rúmið, áttu farmenn að greiða skipsleigu. Þetta ákvæði er
talið sett skömmu eftir 1030, en það hefur mætt megnri
andspyrnu farmanna, því að Magnús góði á að hafa af-
numið það nokkru síðar með réttarbót, þar sem segir:
„Skip sitt skal hver nýta að fullum friði, fara hvert sem
hann vill“.3) Síðar gefa synir Magnúsar konungs berfætts,
Sigurður, Eysteinn og Ólafur, út réttarbót á fyrri helm-
ingi 12. aldar, að niður falli allar skipaleigur. Ákvæði
norskra laga um siglingafrelsi er svipaðs eðlis og segir í
sáttmálanum, sem íslendingar gera við Ólaf konung: menn
niega sigla óátalið, hvert sem þeir vilja, — og aulc þess
voru þeir lausir við flutningaskyldu á konungsgóssi. Þar
nieð var ekki sagt, að þeir mættu flytja úr landi, hvað sem
þeir vildu.
Noregskonungar gátu ekki sett íslendingum lög á 11.
öld, en þeir síðarnefndu voru svo háðir Norðmönnum um
siglingar og skip, — þau hafa Islendingar eflaust fengið
ívá Noregi, — að konungar hafa átt alls kostar við þá í
verzlunarmálum. Á víkingaöld eða fram undir 1000 hafa
íslendingar víða notið frændsemi og fornra kynna á Vest-
urlöndum. Þeirra neyttu þeir í kaupferðum, en þryti þau,
var tvísýnt um landtöku, eins og sögur greina. Þórhallur
veiðimaður var barinn og þjáður á írlandi (Eir. s. r. 9.
kap.); Þorvaldur Oddsson var leiddur upp á Skotlandi og
þjáður þar (Hænsna-Þór. s. 15. kap.). Frændsemi varð
Ræstad, 51—52.
2> Heimskringla, 239. kap.
3> Gulaþl., grein 148; Frostaþl. XVI, 1.