Saga - 1964, Page 40
32
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Ólafi pá og liði hans til lífs á Irlandi (Laxdæla 21. kap.),
og fleiri dæmi mætti nefna. (Sjá H. Pálsson: Arfsögn í
Landn.; Saga 1960, 132—36). Menn geta efazt um sann-
leiksgildi sumra eða allra slíkra dæma í fornsögum, án
þess að hægt sé að hrófla við þeim sem traustum menning-
arsögulegum arfsögnum. Höfundar Islendinga sagna virð-
ast oft hafa haft menningarsögu við höndina, þegar þeir
sátu við skrifpúltið. Tíminn þurrkaði út frændsemi og
kynni, sem áttu rætur á landnámsöld og stofnað var til
á víkingaferðum, og að lokum hurfu hin vestrænu víkinga-
ríki úr sögunni. Eyríki, sem átti hvorki flota né banda-
menn að bakhjarli, gat hvorki verndað líf né eignir þegna
sinna, sem hættu sér í kaupferðir til framandi þjóða. fs-
lendingar fengu að kenna á því þegar á 10. öld, að réttur
strandmanna var lítill við Danmörku (Heimskr., Ól. s.
Tryggvas. 33. kap.), og þjóð rétti ekki hlut sinn með bú-
karlaníði. Þegar 10. öld sleppir og festa komst á ríkjaskip-
an á Norðurlöndum og við Norðursjó, verða íslendingar að
semja við einhvern þjóðhöfðingja um samskipti við ríki
hans, ef þeir vildu eiga einhvers staðar griðland og ein-
hvern hauk í horni, og þá kom ekki nema Noregskonung-
ur til greina. Þjóðerni, menning og lega landsins dró fs-
lendinga að Noregi; þeir komust jafnvel ekki til Evrópu
án þess að sigla um lönd Noregskonungs. Þar urðu þeir að
tryggj a rétt sinn, svo að hann yrði ekki fyrir borð borinn
af ofbeldismönnum, og Norðmenn þurftu að samnings-
binda réttindi sín hér á landi. Norskir farmenn og stór-
höfðingjar stunduðu talsverða verzlun hér við land, og
fylgdi henni margs konar samskipti við íslenzka höfðingja.
Við norsku hirðina áttu íslendingar oftast fulltrúa; þar
sátu íslenzk skáld jafnvel meðal ráðgjafa konungs; íslend-
ingur var t. d. stallari Haralds konungs harðráða. Með
nokkrum rétti má segja, að íslendingar hafi staðið í beinu
stjórnmálasambandi við Noreg allt frá dögum Haralds
hárfagra, en honum fólu þeir úrskurð í deilumáli, og um
Noreg og norska ríkið lágu leiðir þeirra til annarra landa