Saga - 1964, Side 42
34
BJÖRN ÞORSTEINSSON
bezti réttur er eflaust samningurinn við Ólaf helga.1)
Gera má ráð fyrir, að efni konungsbréfanna birtist að
nokkru í þeim greinum Gamla sáttmála, sem fjalla um rétt
íslendinga. Hallvarður gullskór, erindreki konungs, hefur
haft þau atriði staðfest með konungsbréfi (B. M. Ó.: Um
upphaf konungsvalds 1908, 42). Samkvæmt orðanna
hljóðan halda Islendingar því siglingafrelsi sínu að lög-
um, en þar með er ekki sagt, að þeir hafi gefið því atriði
mikinn gaum, eins og sakir stóðu. Á alþingi 1262 játast
íslendingar undir skattgjald við Noregskonung gegn því
m. a., að hann ábyrgist siglingu til landsins. Um 240
árum áður höfðu þeir siglingafrelsi í samningi sínum
við konung sömu þjóðar, nú kröfu um kaupsiglingu. Þessi
breyttu viðhorf íslenzkra samningsaðila eru engin heimild
um versnandi hag þjóðarinnar; miklu fremur má lesa úr
þeim aukna hagsýni.
Kaupsigling til íslands.
Heimildir um siglingar til íslands á þjóðveldisöld eru
af býsna skornum skammti, þegar landnámsöld sleppir,
en þær benda þó eindregið til þess, að kaupsigling hingað
hafi verið mjög lítil á 12. og 13. öld og yfirleitt alls ekki
meiri en um getur í Gamla sáttmála.2) Árið 1118 er þess
að vísu getið, að hingað hafi siglt 35 skip frá Noregi, en
slík kaupsigling hefur verið einsdæmi. Hins vegar bendir
fjölmargt til þess, að allt fram á fyrri hluta 13. aldar hafi
Islendingar haft bein skipti við aðrar þjóðir en Norð-
menn. Námsferðir þeirra á síðara hluta 11. aldar og 12.
öld sýna, að þeir sóttu til Englands og Frakklands, og löng-
um áttu þeir talsverð skipti við Orkneyinga og Hjaltlend-
inga, en frá Orkneyjum lágu greiðar leiðir suður á Bret-
landseyjar. Islendingar hafa siglt til Danmerkur, a. m. k.
1) J. Jóh.: Isl. s. I, 336.
2) Sjá B. Th. Melsteð: Ferðir, siglingar og samgöngur milli Is-
lands og annarra landa á dögum þjóðveldisins, Safn t. s. Isl. IV.