Saga - 1964, Qupperneq 45
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
37
ur allt fram til loka 18. aldar. Auknar tekjur höfðingja
af landskuldum og kúgildum á 13. öld hafa valdið því,
að þeim var meira hagsmunamál en áður, að örugg kaup-
sigling væri til landsins; þeir þurftu að koma tekjum sín-
um í verð. Aðalatriðið er, að engar teljandi breytingar
verða á útflutningsverzluninni á 13. öld; hún þarf ekki
að hafa verið neitt verri eða óhagkvæmari en áður, en
við eigum engar öruggar heimildir um það, að íslending-
ar hafi rekið utanríkisverzlun sér til mikilla hagsbóta fyrr
en líður á 14. öld. Þótt kaupmenn, sem hingað sigldu, hafi
eflaust fengið nokkuð fyrir snúð sinn, þá sannar verzlun-
ar- og siglingatregðan, sem hér er öðru hverju, að þeim
hefur ekki þótt hér of feitan gölt að flá, „því að hvervetna
leita menn eftir fénu, þar sem þeir spyrja, að féföng
eru, þótt að mikill háski sé annan veg við“, segir í Kon-
ungsskuggsjá (útg. M. M. L., 57). Eftir að héðan hófst
útflutningur skreiðar að marki, þurftu íslendingar ekki
að kvarta undan siglingaleysi til langframa.
Með skipaákvæði Gamla sáttmála eru íslenzkir höfð-
ingjar að tryggja sér aðflutninga og markað fyrir vörur
sínar, og konungi var nauðsynlegt, að öruggar samgöng-
ur væru milli Noregs og nýja skattlandsins. Skipaákvæði
Gamla sáttmála var báðum í hag eins og sakir stóðu. í
fyrstu grein Gamla sáttmála frá 1262 segir, að hrepp-
stjórar skuli saman færa konungsskattinn „og til skips og
fá í hendur konungs umboðsmanni og vera þá úr ábyrgð
um það fé“.
Þegar sáttmálinn er gerður, á konungur hér fáa um-
boðsmenn, og er auðsæilega gert ráð fyrir, að konungs-
umboðsmaður sé á skipi, — farmaður veiti skattinum
viðtöku. Konungur hefur falið kaupmönnum íslandsverzl-
unina, og meðal þeirra Norðmanna, sem hingað sigla á
síðari helmingi 13. aldar, eru stórhöfðingjar eins og Hall-
varður gullskór og Ólafur Ragnheiðarson af Steini. Slíkir
nienn voru sendir í sérstökum erindagj örðum, en ekki til
þess að smala sköttum konungs um allt land. Af 15. aldar