Saga - 1964, Page 49
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
41
Hrafn Oddsson og Þorvarður Þórarinsson úti 1 Noregi.
Konungur lét Hrafn og Þorvarð sverja hvorn öðrum trún-
aðareiða og skipaði þá umboðsmenn sína á Islandi, setti
þá yfir landið. Þá hefur konungur veitt þeim heimild til
þess að kaupa hlut í íslandsförunum 12. Þeir sigldu allir
til íslands um sumarið og hafa sennilega keypt hluti í
skipi eða skipunum, sem fluttu þá.
Skálholtsstóll mun hafa átt skip í förum á 12. öld (Kon-
ungsannáll 1188). Árni mun sennilega hafa ætlað að gera
út kaupför fyrir hönd Skálholtsstaðar í félagi við erkistól-
inn eða norska kirkjuhöfðingja.
Árið 1284 skrifa íslendingar konungi á alþingi og biðja
m a., að hann „léti ganga skip staðarins (í Skálholti),
þótt hann hefði áður annað ætlað“. Árið eftir „var skip
staðarins upp sett“ úti í Noregi eða kyrrsett.1)
Nú er ekki vitað, hvernig greiðzt hefur úr deilu þess-
ari eða hvort konungur hefur gert skipið upptækt. Um
Laurentius Hólabiskup (1323—30) segir í sögu hans, að
hann átti „parta . . . jafnan í íslandsförum tveimur eða
þremur. . . . Átti Hólastaður oftast nokkuð í þeim skip-
um, sem komu til Islands."2) Eftir 1285 er hins vegar ekki
getið um skip Skálholtsstóls eða skipsparta fyrr en 1338.
Þá getur Magnús konungur minniskjöldur um skip Jóns
Halldórssonar Skálholtsbiskups (DI, II, nr. 462), en síðar
á sama ári segir Hákon Björgvinjarbiskup, að Jón hafi
komið til sín „í bússu vorri“ (DI II, nr. 464). Þeir biskup-
arnir hafa því sennilega átt skipið í félagi. Árið 1349 ligg-
ur Þorlákssúðin úti í Björgvin, en skip með því nafni er
síðar í eigu Skálholtsstaðar kennt við Þorlák helga.3) Ekki
er öðrum heimildum til að dreifa um skipaeign Islendinga
fyrir 1350.
I sögu Árna biskups eru enn nokkur atriði, sem skýra
1) Árna saga bisk., 45. og 54. kap.
2> Laurentius s., 45. kap.
3) Lögmannsannáll 1381 og Gottskálksannáll 1382.