Saga - 1964, Síða 51
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
43
ungur getað stutt fornum hefðarrétti í skattlöndunum
(Finnmörku, Hálogalandi) og hér heima. íslenzku goð-
arnir höfðu lagt völd sín í hendur konungs, en þeir höfðu
talsverð afskipti af verzlunarmálum og hafa átt forkaups-
i’étt á varningi. Þeir réðu verðlagi, „lögðu lag á varning"
kaupmanna, hömlur á verzlun einstaklinga og stofnana
og bönnuðu jafnvel viðskipti við einstakar stofnanir.1)
Upphaflega þágu þeir goðorðin aftur af konungi og fóru
með þau í umboði hans. öll sú skipan breyttist með lög-
bókunum 1271 og 1281. Þá hverfur goðavaldið með öllu
úr sögunni; hinn óskráði hefðarréttur fullvalda íslenzkra
ættarhöfðingja var þar með í konungsvaldi.
Flest bendir til þess, að íslendingar hafi mátt sín held-
ur lítils í verzlunarefnum á 13. öld fram á daga konungs-
valdsins og búið við heldur bág verzlunarkjör, en þess ber
að gæta, að þá bjuggu þeir að langmestu að sínu og út-
flutningsverzlunin var mjög óverulegur þáttur í þjóðar-
búskapnum. Þeir munu hafa reynt að bæta verzlunarhag
sinn með samtökum, en gegn þeirri viðleitni er risið í þegn-
skylduþætti Jónsbókar. Þar fyrirbýður konungur „og full-
komlega, að stýrimenn eða landsmenn taki aðrir hvorir
samheldi með fésektum að kaupa eða selja dýrra varning
sinn en svo sem kaupi og sali semja sjálfir sín í milli. En
hver, er verður að því vitnisfastur, svari slíkri sekt kon-
ungdóminum fyrir hvern, sem hann setti viðurlögur á
einn hvern“ (Jb. 1904, 34). Með þessu ákvæði er lands-
ruönnum bannað að bindast samtökum um verzlun. Það
er sett undir yfirskini jafnréttis, en aðstaða aðila til rétt-
arms var svo ójöfn, að ákvæðið batt nær einungis hend-
Ur úlendinga. Það er eftirtektarvert, að þetta ákvæði er
sett í þegnskyldubálk Jónsbókar, en ekki í kaupabálk; svo
aikilvægt er það frá sjónarmiði löggjafans. fslendingar
11 Landn. 1900, 90, 206; — Kristni s., tsl. s. útg. I, 196, 255, 260; —
V,uðm- s- Aras., Bisk. s. II, Isl. s. útg., 300; — Hænsna Þ. s., tsl. s.
240 —86 ’ Þiósvetn. Sm 1si. fornr. X, 21; — Sturlunga s. 1946 I,