Saga - 1964, Side 53
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
45
Með skipaákvæði Gamla sáttmála var konungi lögð sú
skylda á herðar að sjá um lágmarkssiglingu til íslands,
en jafnframt fékk hann fullt vald til þess að skipuleggja
íslandsferðirnar. Þá kemst sá háttur á, að 12 skip eru í
förum milli landanna, 6 sigla frá íslandi á sumrin, en
6 koma til landsins og liggja hér um veturinn. Konungur
gerir farmenn að skattheimtumönnum sínum hér úti um
skeið og bindur íslandsförin þeirri kvöð, að flytja héðan
konungsgóss endurgjaldslaust.
Ekki mun konungur hafa haft nein tök á því að taka ís-
landssiglingarnar í eigin hendur, þótt hann hafi haft til
þess fulla heimild. Norskir farmenn og stórhöfðingjar,
sem stundað höfðu ferðir hingað til lands, hafa verið fast-
heldnir á rétt sinn til ferðanna. Auk þess höfðu þeir sér-
þekkingu á siglingum yfir Atlantshaf, en hún var fárra
eign í þá daga.
Erkistóllinn í Þrándheimi hafði rekið talsverða Islands-
verzlun fyrir 1262 og aflað sér forkaupsréttar á fálkum
og brennisteini. Konungur reynir að kaupa erkistólinn
frá verzluninni, en það tekst ekki, og 1273 viðurkennir
konungur m. a. forn réttindi hans til íslandsferða. Sama
ár veitir konungur íslendingum heimild til þess að eiga
hlut í hafskipunum 12, sem til Islands sigldu samkvæmt
Gamla sáttmála. Um þær mundir vann Skálholtsbiskup
Mikinn sigur í deilum við leikmenn um yfirráð yfir tekjum
kirkjustaða, Staðamálum. Skálholtsstóll eignast þá haf-
skip eða á næstu árum, og e. t. v. hafa íslenzkir höfðingj-
av þá keypt hluti í kaupförum. Skipi biskupsstólsins er
lagt úti í Noregi eftir ósigur biskups í Staðamálum 1283.
Hann hafði stutt konungsvaldið til breytinga á löggjöf á
íslandi 1273, en stóð með erkibiskupi í deilunni við kon-
ung 1283 og hélt fram rétti hans til verzlunar á Islandi og
forkaupsrétti á brennisteini og fálkum, en konungur tók
þau forréttindi undir sig um þær mundir, en erkistóllinn
hélt verzlunarréttinum. Norskir farmenn hafa eflaust vilj-
að losna við sjálfstæðan verzlunarrekstur íslenzkra aðila