Saga - 1964, Side 54
46
BJÖRN ÞORSTEINSSON
eins og biskupsstólanna, þótt þeir væru hins vegar ekkert
á móti félagsbúi við þá; verzlunarfélag við íslenzka bisk-
upa tryggði m. a. öruggan markað og nægar vörur hér úti.
Á 3. áratug 14. aldar segja heimildir, að Hólastóll eigi
hlut í flestum skipum, sem sigla til Islands, og um 1338
eiga Björgvinjar- og Skálholtsbiskupar íslandsfar í félagi.
Á tímabilinu frá 1262 og fram um 1320 virðist kaup-
siglingin til fslands ekki hafa verið öllu meiri en um get-
ur í Gamla sáttmála. Svo er að sjá sem konungi hafi þá
reynzt fullerfitt að uppfylla skipaákvæði hans, og ítreka
fslendingar það við konungshyllingar. Þess finnast engin
dæmi, að hann hafi lagt hömlur á siglingar til íslands
eftir 1284, bundið verzlunina sérstökum leyfum og höfn-
um eða reynt að einoka hana. Heimildir greina frá því, að
skip sigla til íslands frá ýmsum höfnum í Noregi: Björg-
vin, Höfnum (sennilega Harðastaðahöfn á Hálogalandi);
Osló, konungsskip hafa sennilega siglt þaðan; Ögvalds-
nesi og Þrándheimi, en þaðan hafa skip erkibiskups siglt.
Um 1300 taka erlendir aðilar, Hansamenn, að seilast
eftir skattlandsverzlun norska ríkisins. Konungur reynir
að setja undir þann leka með löggjöf. Það voru einu skorð-
urnar, sem reistar voru við íslandsferðum fyrir 1348.
Þannig er þess aldrei getið á síðari hluta 13. aldar og
fyrri helmingi þeirrar 14., að kaupmenn séu sóttir til
saka fyrir að brjóta verzlunarlöggjöf norska ríkisins með
íslandsferðum. Hins vegar hefjast slík kærumál eftir
miðja 14. öld.1) í annálum, sögum og skjölum eru engu
minni heimildir um íslandsverzlunina á árunum 1262 til
1350 en tímabilið þar á eftir. Breytt heimildamagn getur
því ekki valdið vanþekkingu okkar á verzlunarafbrotum ís-
landsfara fyrir 1350. Umskiptunum, sem þá verða, veldur
breytt og strangari verzlunarlöggj öf. Eigi verður annað
séð af heimildum en verzlun við eylönd norsku krúnunn-
ar hafi að mestu leyti verið frjáls norskum þegnum fram
1) Lögmanns annáll 1362, 1374; DI. III, 367.